Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/asmundur-sveinsson-og-samtimalistamenn-i-listasafninu
Ásmundur Sveinsson og samtímalistamenn í Listasafninu Á laugardaginn mun Listasafn Akureyrar opna sýninguna Rím. Þar gefur að líta úrval verka myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar í bland við verk listamanna samtímans sem ríma við verk hans. Sýningin er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur ? Ásmundarsafn. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni, auk Ásmundar Sveinssonar, eru Birgir Snæbjörn Birgisson, Davíð Örn Halldórsson, Eirún Sigurðardóttir, Finnur Arnar Arnarson, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Ólöf Nordal, Pétur Örn Friðriksson og Sara Riel. Ásmundur Sveinsson sótti oft viðfangsefni sín í arfleiðina og þann tíðaranda sem skóp hann, en einnig í framtíðina, tæknina og vísindin. Þeir listamenn sem sýna með Ásmundi hafa glímt við sömu hluti og hann en í nútímanum og í samhengi við sinn tíma og tíðaranda. Verkin á sýningunni eru mótuð af ólíkri tækni og tíðaranda, en sækja jafnframt í sameiginlegan brunn þar sem uppspretta nýrra hugmynda virðist óþrjótandi. Tengsl verka Ásmundar við verk annarra listamanna sýningarinnar endurnýjar innihald þeirra og dýpkar samtal þeirra við umhverfi sitt. Sýningarstjórar eru Ólöf K. Sigurðardóttir og Sigríður Melrós Ólafsdóttir. Verk eftir Ásmund Sveinsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Eirúnu Sigurðardóttur og Finn Arnar Arnarsson eru á meðal þeirra sem líta má á sýningunni Rím, sem opnar í Listasafninu á Akureyri þann 3. júlí næstkomandi. Mynd með leyfi Listasafns Reykjavíkur/ljósmynd Arnaldur Halldórsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumartonleikarod-i-akureyrarkirkju
Sumartónleikaröð í Akureyrarkirkju Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir í júlímánuði. Þetta er í 24. skipti sem tónleikaröðin fer fram, en Sumartónleikarnir er önnur elsta tónleikaröðin á Íslandi. Tónleikarnir skipa mikilvægan sess í menningarlífi Akureyrar og hafa Akureyringar og ferðamenn, innlendir og erlendir, notið góðrar tónlistar og vandaðs flutnings frábærra listamanna í kirkjunni. Aðsókn að tónleikaröðinn hefur verið frábær undanfarin ár. Að venju er fjölbreytni í fyrirrúmi og mismunandi tónlistarstefnur ríkja á hverjum tónleikum. Ókeypis er á alla tónleikana og ítarlegri upplýsingar má finna á HÉR. Það verður Kammerkór Akraness sem ríður á vaðið á sunnudaginn og flytur efniskrá úr söngheftunum Ljóðum og lögum, sem komu út á árunum 1939-1949. Þetta eru þekkt lög sem hafa verið sungin á mannamótum Íslendinga undanfarna áratugi. Stjórnandi kórsins er Sveinn Arnar Sæmundsson. Flytjendur á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju árið 2010 eru eftirfarandi: 4. júlí: Kammerkór Akraness. Stjórnandi: Sveinn Arnar Sæmundsson. 11. júlí: Ulrike Northoff, orgelleikari. 18. júlí: Ellen Kristjánsdóttir, söngkona, og Eyþór Gunnarsson, píanóleikari. 25. júlí: Eydís Franzdóttir, óbóleikari, og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, orgelleikari.
https://www.akureyri.is/is/frettir/munnharpa-davids
Munnharpa Davíðs Alltaf er gaman þegar fágætir munir rata aftur til síns heima eftir að hafa verið lengi á flakki og jafnvel verið taldir glataðir. Það sannaðist í gær þegar Jón B. Guðlaugsson kom færandi hendi í Davíðshús á Akureyri, heimili skáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Jón hafði í fórum sínum slitna munnhörpu sem Davíð átti forðum daga en hana hafði Árni Kristjánsson (1906-2003), píanóleikari og fyrrverandi tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, gefið Jóni seint á síðustu öld. Árni og Davíð voru kærir vinir og líkast til hefur Davíð einhverju sinni gleymt hörpunni heima hjá Árna. Í bókinni ?Endurminningar samferðarmanna? skrifaði Árni kafla um Davíð vin sinn og nefnir þar meðal annars að hann hafi orðið vitni að því að skáldið kunni listavel að spila á munnhörpu. Opið er í Davíðshúsi að Bjarkarstíg 6 á Akureyri frá kl. 13-17 alla virka daga í sumar. Jón B. Guðlaugsson með munnhörpuna við brjóstmynd af Davíð Stefánssyni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/arleg-gonguvika-ad-hefjast-a-akureyri
Árleg gönguvika að hefjast á Akureyri Á morgun hefst rúmlega vikulöng dagskrá á Akureyri og í Eyjafirði þar sem göngur af ýmsum toga og erfiðleikastigum eru í aðalhlutverki. Gönguvikan er samvinnuverkefni Akureyrarstofu, Naturalis, Ferðafélags Akureyrar, Glerárdalshringsins 24X24 og Ferðamálafélags Hríseyjar. Þetta er annað árið í röð sem gönguvikan er haldin og fór þátttakan í fyrra fram úr björtustu vonum. Eftirfarandi göngur eru í boði þessa daga: 3. júlí, laugardagur, Þorvaldsdalsskokkið: Þorvaldsdalsskokkið verður haldið í 17. sinn og hefst við Fornhaga í Hörgárdal og er mark við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd. Keppendum er leiðarvalið frjálst eftir dalnum, en mikilvægt er að hafa Þorvaldsdalsána á vinstri hönd til að ekki þurfi að vaða ána neðarlega í dalnum. Göngumenn og þeir sem telja sig þurfa fleiri en 4 klst. hefja leik kl 09:00, en keppnishlaupið hefst kl. 12:00. 4. júlí, sunnudagur, Glerárdalur ? Skjóldalur: Gengið frá enda Súluvegar við heimari Hlífá sem leið liggur eftir stikaðri leið inn að Lamba. Þaðan er haldið áfram upp Glerárdal, yfir Þröskuld í Ytri-Króksdal, niður í Skjóldal og alla leið að Ystagerði þar sem ferðin endar. Fararstjóri: Ingimar Eydal. Verð er kr. 1500 fyrir félagsmenn en annars kr. 2000. Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar kl. 08:00. 5. júlí, mánudagur, Súlur frá Hömrum: Mæting við bílastæðið á Hömrum kl. 18.00. Gengið á Ytri og Syðri Súlur og er áætlaður ferðatími um 5 klst. Verð kr. 3000 fyrir fullorðna og 1000 fyrir yngri en 16 ára, sem verða að vera í fylgd fullorðinna. Nánari upplýsingar á www.naturalis.is 6. júlí, þriðjudagur, Ystuvíkurfjall: Gengið frá bílastæðinu efst á Víkurskarði og um Gæsadal á fjallið. Komið niður við Miðvík þar sem gangan endar. Þægileg 2-3 klst. ganga við flestra hæfi. Fararstjóri: Roar Kvam. Frítt er í ferðina. Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar kl. 19:00. 7. júlí, miðvikudagur, Skólavarða: Ekið að uppgöngunni í Veigastaðalandi og eftir merktri leið upp á heiðina að vörðunni. Þetta er 2-3 klst. ganga við flestra hæfi. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Frítt er í ferðina. Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar kl. 19:00. 8. júlí, fimmtudagur, Kræðufell: Gengið frá veginum efst í Víkurskarði, um Gæsadal á fjallið Kræðufell. Komið niður sunnan við Fagrabæ um Hranárskarð þar sem gangan endar. Þetta er þægileg ganga við flestra hæfi. Ferðin tekur um 3 klst. Fararstjóri: Roar Kvam. Frítt er í ferðina. Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar kl. 19:00. 9. júlí, föstudagur, Hlíðarfjall: Ekið að Skíðastöðum og gengið upp með skíðalyftunni eftir ruddri braut upp á fjallið. Þetta er 2-3 klst. ganga við flestra hæfi. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Frítt er í ferðina. Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar kl. 19:00. 10. júlí, laugardagur, Glerárdalshringurinn - 24 tindar: Glerárdalshringurinn er stór og umfangsmikill fjallgönguviðburður sem genginn er árlega í júlí. Gengið er á 24 tinda þar sem 10 fjöll eru hærri en 1400 m. og er ?Kerling? þeirra hæst í 1540 m. Gengið verður um 45 km leið með um 4500 m. gönguhækkun. Áætlaður ferðatími er 20 - 28 klst. Verð er kr. 15.000, en allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu göngunnar 24x24.is. 11. júlí, sunnudagur, Fuglaskoðunarferð í Hrísey: Mæting er við Hús Hákarla Jörundar kl. 14.00. Leiðsögumaður er Þorsteinn Þorsteinsson og er áætlaður göngutími um 90 mínútur. Verð: kr 1000. Hægt er að taka ferjuna frá Árskógsandi kl. 13.30 og tilbaka frá Hrísey kl. 17.00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnud-knattspyrnumot-ad-baki
Vel heppnuð knattspyrnumót að baki N1-móti KA og Pollamóti Þórs og Icelandair lauk nú um helgina. Gríðarlegur fjöldi fólks sótti mótin sem bæði heppnuðust vel að öllu leyti. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari afhenti verðlaun á lokahófi N1-mótsins á meðan að Gísli Einarsson, sjónvarpsmaður, var veislustjóri á lokahófi Pollamótsins. Metþátttaka á N1-móti KA N1-mótið var haldið í 24. skipti á KA-svæðinu um helgina. Metþátttaka var á mótinu og það talið vera fjölmennasta knattspyrnumót sem haldið hefur verið á Íslandi. Á lokahófinu var þremur efstu liðum í hverri deild afhent verðlaun auk þess sem afhent voru einstaklingsverðlaun og verðlaun fyrir sameiginlegan árangur. Einnig var Sveinsbikarinn afhentur fyrir prúðustu framkomu innan vallar og utan. Úrvalslið Amnesty gegn Old Boys liði Þórs Á Pollmóti Þórs og Icelandair, sem haldið var í 22. sinn, spiluðu 48 karla lið og 15 kvenna lið. Að loknum úrslitaleikjum mótsins var leikinn góðgerðaleikur Old Boys Þórsara og Amnesty International. Í liði Þórs voru margar fræknar kempur fyrri ára á meðan að lið Amnesty var skipað þjóðþekktum einstaklingum. Leikurinn þótti hin besta skemmtun og mátti sjá ýmis skemmtileg tilþrif á vellinum sem vöktu mikla kátínu á meðal áhorfenda. Liðin skildu jöfn 4-4 eftir fjörugan leik.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjoldi-syninga-i-listagilinu
Fjöldi sýninga í Listagilinu Margar athyglisverðar sýningar voru opnaðar á Gildeginum á síðastliðinn laugardag. Í Listasafninu opnaði sýningin ?Rím? og þar gefur að líta úrval verka Ásmundar Sveinssonar í bland við verk listamanna samtímans, sem ríma við minni Ásmundar. Listamennirnir sem sýna með Ásmundi eru: Birgir Snæbjörn Birgisson, Davíð Örn Halldórsson, Eirún Sigurðardóttir, Finnur Arnar Arnarson, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Ólöf Nordal, Pétur Örn Friðriksson og Sara Riel. Jón Laxdal sýnir í Jónas Viðar Gallerí og eru verk hans einkum collage-myndir með upplímdum texta, letri og myndum. Hráefnið er einkum dagblöð og hefur það nokkuð með verkin að segja hvaða blöð liggja til grundvallar. Grálist opnaði sýningu í sal Myndlistarfélagsins í Gallerí Box sem samanstendur af verkum 10 listamanna úr samsýningarhópnum Grálist. Hópinn skipa: Aðalbjörg S. Kristjánsdóttir, Sveinbjörg, Ásgeirsdóttir, Sigurlín M. Grétarsdóttir, Linda Björk Óladóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Hertha R. Úlfarsdóttir, Unnur Óttarsdóttir, Steinunn Ásta Eiríksdóttir, Ása Ólafsdóttir, Steinn Kristjánsson. Í Stólnum,vinnustofu Ragnheiðar Þórsdóttur veflistakonu, stendur nú yfir sýning Bjargar Eiríksdóttur. Sýninguna kallar hún ?Verk handa? og þar eru textílverk og málverk undir áhrifum handverka ömmu Bjargar. Á Café Karólínu sýnir Hrefna Harðardóttir myndverkið ?Tengja? sem samanstendur af tólf ljósmyndum af konum búsettum við Eyjafjörð sem eru allar virkar í menningarlífi Akureyrar. Myndirnar eru svart/hvítar með einum lit, þar sem við á, og eru rammaðar inn af efnisvafningum sem er tilvísun í menningu kvenna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tvaer-nyjar-tillogur-ad-deiliskipulagsbreytingum-fyrir-glerareyrar-1-10-og-midbae-sudurhluta-eru-komnar-i-auglysingu
Tvær nýjar tillögur að deiliskipulagsbreytingum fyrir Gleráreyrar 1-10 og miðbæ suðurhluta eru komnar í auglýsingu. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögur að deiliskipulagsbreytingum fyrir verksmiðjusvæðið við Gleráreyrar og miðbæ suðurhluta samþykktar í bæjarstjórn þann 29. júní 2010. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingar skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Sjá frekar undir auglýstar skipulagstillögur, hér til vinstri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/midbaer-sudurhluti-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu-lokid
Miðbær suðurhluti. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu - Lokið Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir suðurhluta miðbæjarins, samþykkta í bæjarstjórn þann 29. júní 2010. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Deiliskipulagsbreytingin afmarkast af Drottningarbraut í austri, Austurbrú í suðri, Hafnarstræti í vestri og bílastæðum í norðri. Skilgreindar eru m.a. tvær nýjar lóðir. Hafnarstræti 78, þar sem gert er ráð fyrir byggingu veitingastaðar, og Hafnarstræti 80 þar sem gert er ráð fyrir þjónustustarfsemi fyrir bifreiðastöð og sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti. Ný aðkoma að svæðinu verður frá Drottningarbraut. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 7. júlí til 18. ágúst 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur. Miðbær, suðurhluti - tillaga Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 18. ágúst 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 7. júlí 2010 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/gonguvikan-fer-vel-af-stad
Gönguvikan fer vel af stað Árleg gönguvika Akureyrarstofu, Naturalis, Ferðafélags Akureyrar, Glerárdalshringsins 24X24 og Ferðamálafélags Hríseyjar hófst um síðustu helgi og hefur þátttaka verið góð. Þegar hefur verið gengið á Ytri og Syðri Súlur, Ystuvíkurfjall og um Glerárdalinn auk þess sem Þorvaldsdalsskokkið var háð á laugardaginn. 7. júlí, miðvikudagur Skólavarða: Ekið að uppgöngunni í Veigastaðalandi og eftir merktri leið upp á heiðina að vörðunni. Þetta er 2-3 klst. ganga við flestra hæfi. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Frítt er í ferðina. Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar kl. 19:00. 8. júlí, fimmtudagur Kræðufell: Gengið frá veginum efst í Víkurskarði, um Gæsadal á fjallið Kræðufell. Komið niður sunnan við Fagrabæ um Hranárskarð þar sem gangan endar. Þetta er þægileg ganga við flestra hæfi. Ferðin tekur um 3 klst. Fararstjóri: Roar Kvam. Frítt er í ferðina. Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar kl. 19:00. 9. júlí, föstudagur Hlíðarfjall: Ekið að Skíðastöðum og gengið upp með skíðalyftunni eftir ruddri braut upp á fjallið. Þetta er 2-3 klst. ganga við flestra hæfi. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Frítt er í ferðina. Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar kl. 19:00. 10. júlí, laugardagur Glerárdalshringurinn - 24 tindar: Glerárdalshringurinn er stór og umfangsmikill fjallgönguviðburður sem genginn er árlega í júlí. Gengið er á 24 tinda þar sem 10 fjöll eru hærri en 1400 m. og er ?Kerling? þeirra hæst í 1540 m. Gengið verður um 45 km leið með um 4500 m. gönguhækkun. Áætlaður ferðatími er 20 - 28 klst. Verð er kr. 15.000, en allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu göngunnar 24x24.is. 11. júlí, sunnudagur Fuglaskoðunarferð í Hrísey: Mæting er við Hús Hákarla Jörundar kl. 14.00. Leiðsögumaður er Þorsteinn Þorsteinsson og er áætlaður göngutími um 90 mínútur. Verð: kr 1000. Hægt er að taka ferjuna frá Árskógsandi kl. 13.30 og tilbaka frá Hrísey kl. 17.00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/glerareyrar-1-10-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu-lokid
Gleráreyrar 1-10. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu - Lokið Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir verksmiðjusvæðið við Gleráreyrar, samþykkta í bæjarstjórn þann 29. júní 2010. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Deiliskipulagsbreytingin nær til Gleráreyra 1-10 og aðliggjandi gatna. Breytingarnar felast m.a. í að gatnamót frá Borgarbraut inná lóð Gleráreyra 10, færast um 50m til austurs og verða inn á lóð Gleráreyra 3. Lóðastærðir þeirra breytast samhliða. Lega bílastæða, aðkomur og göngustígar umhverfis verslunarmiðstöðina breytast lítillega í samræmi við núverandi aðstæður. Hringtorg á Borgarbraut er fært inn á deiliskipulag. Nýr göngustígur er skilgreindur frá horni Byggðavegar og Klettaborgar, niður að götunni Gleráreyrum. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 7. júlí til 18. ágúst 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur. Gleráreyrar 1-10 - tillaga Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 18. ágúst 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 7. júlí 2010 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarstarfsdagur-i-laufasi-a-sunnudaginn
Sumarstarfsdagur í Laufási á sunnudaginn Á safnadaginn nk. sunnudag verður haldinn sumarstarfsdagur á Laufási. Dagskráin stendur frá kl. 13:30?16:00 og hefst í kirkjunni þar sem sr. Bolli Pétur Bollason stýrir fjölskyldusamveru. Að henni lokinni verður hægt að heimsækja fólkið sem ,,býr? á bænum þennan dag og lifir og starfar eins og gert var áður fyrr. Hægt verður að fylgjast með því hvernig brauð var bakað á hlóðum og hvernig unnið var úr mjólkinni. Lummuilmur mun auk þess fylla vit gesta á staðnum í kringum nýja eldhúsið í bænum. Heyskapur verður í fullum gangi á hlaðinu og glímukappar munu takast þar á innan um heyskaparfólkið. Það góðgæti sem framleitt verður í Gamla bænum verður hægt að smakka í þjónustuhúsinu og harmonikkutónlist mun hljóma um alla sveit. Frítt er inn fyrir börn en aðgangseyrir er kr. 600 fyrir 16 ára og eldri og kr. 300 fyrir aldraða og öryrkja. Í tilefni íslenska safnadagsins eru gestir hvattir til að klæða sig í íslenska þjóðbúninginn og þeir gestir sem koma í honum fá frítt inn þennan dag. Veitingasala er í Gamla presthúsinu, en þar er hráefni úr héraði í hávegum haft. Opnunartími í Laufási er frá kl. 9-18 alla daga.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-gamanthattarod-tekin-upp-a-akureyri
Ný?gamanþáttaröð tekin upp á Akureyri Upptökur á nýrri gamanþáttaröð, ?Hæ Gosi? hófust á Akureyri í dag. Að framleiðslunni standa Z Film og Kvikmyndafélag Íslands og með aðalhlutverkin fara Árni Pétur Guðjónsson, Kjartan Guðjónsson, Þórhallur Sigurðsson, Helga Braga Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og María Ellingsen. Einnig munu Gestur Einar Jónasson og Þráinn Karlsson fara með stór hlutverk. Leikstjóri er Arnór Pálmi Arnarsson. Að sögn framleiðanda þáttanna, Baldvins Z., verður öll þáttaröðin tekin upp á Akureyri og mun vinnu ljúka í september. ?Við höfum fengið frábærar móttökur hér á Akureyri og góða aðstoð frá Akureyrarstofu, Strikinu, Pósthúsbarnum, Kjarnafæði, JMJ og fleiri aðilum,? segir Baldvin. ?Þáttaröðin fjallar um andlegan leiðangur nokkurra miðaldra einstaklinga og samskipti þeirra. Inn í þau fléttast svo skemmtileg færeysk tenging.? Þættirnir verða alls 6 talsins og sá fyrsti verður frumsýndur á Skjá Einum 30. september nk. Handritshöfundarnir Arnór Pálmi Arnarsson, Heiðar Mar Björnsson, Katrín Björgvinsdóttir og Baldvin Z. hafa þegar lagt drögin að næstu tveimur þáttaröðum og stefnt er að framleiðslu þeirra á næstu tveimur árum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ulrike-northoff-i-akureyrarkirkju
Ulrike Northoff í Akureyrarkirkju Þýski konsertorganistinn Ulrike Northoff kemur fram á öðrum tónleikunum í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju á nk. sunnudag 11. júlí kl. 17:00. Ulrike Northoff nam kirkjutónlist í kirkjutónlistarháskólanum í Esslingen, í nágrenni Stuttgart. Eftir að hafa lokið prófi þaðan sérhæfði hún sig í orgelleik við kirkjutónlistarháskólann í Heidelberg. Eftir nám hefur hún einbeitt sér að tónleikahaldi og spilað bæði á gömul sögufræg orgel og nútímahljóðfæri á helstu tónleikastöðum Evrópu. Hún hefur einnig komið fram á fjölda tónlistarhátíða og hefur hvarvetna fengið frábæra dóma fyrir flutning sinn. Einnig hefur hún leikið inn á geisladiska. Auk þess að sinna einleikaraferli sínum hefur Ulrike Northoff tekið þátt í fjölda samspilsverkefna, m.a. í ?Organ Plus? tónleikaröðinni þar sem hún hefur spilað með þekktum einleikurum og fengið mikið lof fyrir. Undanfarin ár hefur hún verið tónlistarstjóri kirkjutónlistar í tónlistarhöllinni í Bad Homburg, stutt frá Frankfurt. Þar hefur hún flutt krefjandi orgelverk og haldið marga samleikstónleika með öðrum listamönnum. Frá árinu 2001 hefur Ulrike Northoff verið listrænn stjórnandi ?Musik im Schloss? hátíðarinnar í Bad Homburg, þar sem fjöldi þekktra listamanna hefur komið fram í hinni fallegu kastalakirkju þessa sumardvalarstaðs síðasta þýska keisarans, Wilhelm II.Frá árinu 2006 hefur hún staðið fyrir orgeltónleikaröð í kastalakirkjunni. Á efnisskránni á tónleikunum í Akureyrarkirkju eru verk eftir Buxtehude, Bach, Gustav Merkel, Gigout og Dubois. Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés og er aðgangur ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fritt-a-oll-sofn-a-akureyri
Frítt á öll söfn á Akureyri Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um land n.k. sunnudag 11. júlí. Í tilefni dagsins verður frítt inn á öll söfn á Akureyri. Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn 1997, að frumkvæði Íslandsdeildar ICOM, alþjóðaráðs safna, og fer fram árlega annan sunnudag í júlí. Markmið dagsins er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar hinna sameiginlegu verðmæta þjóðarinnar og jafnframt um þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og afþreyingar fyrir alla, sem stofnanir í safnastarfi ástunda.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikfangasyning-opnar-i-fridbjarnarhusi
Leikfangasýning opnar í Friðbjarnarhúsi Sýning á leikföngum Guðbjargar Ringsted verður opnuð í Friðbjarnarhúsi nk. sunnudag á íslenska safnadaginn frá kl. 14:00 ? 17:00. Guðbjörg byrjaði að safna leikföngum, sem öll eru frá síðustu öld, sér til ánægju þegar hún var tvítug að aldri. Síðastliðin 18 ár hefur hún safnað leikföngum með leikfangasafn að markmiði. Gamlar brúður eru fyrirferðamiklar á sýningunni auk leikfangabíla og annarra gersema. Sýningin er sett upp í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri og Akureyrarstofu. Akureyrarbær fékk nýlega Friðbjarnarhús að gjöf frá Góðtemplarareglunni og er það í umsjón Akureyrarstofu. Góðtemplarareglan hefur á síðustu árum unnið ötullega að endurbótum á húsinu og afraksturinn myndar skemmtilega umgjörð um sýninguna. Opnunartími leikfangasýningarinnar er frá 12. júlí ? 15. september daglega frá 10-17. Á opnunardaginn er opið frá 14 ? 17.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eirikur-bjorn-radinn-baejarstjori
Eiríkur Björn ráðinn bæjarstjóri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar hefur ákveðið að ráða Eirík Björn Björgvinsson sem bæjarstjóra á Akureyri til næstu fjögurra ára. Gengið verður frá formlegum ráðningarsamningi síðar í þessum mánuði og innhald hans kynnt í framhaldi af því. Eiríkur Björn mun hefja störf þann 15. ágúst nk. Alls sóttu 64 um starf bæjarstjóra á Akureyri en 11 drógu umsókn sína til baka þegar ljóst var að nöfn umsækjenda yrðu birt. Capacent hafði umsjón með ráðningarferlinu. Fyrirtækið valdi 20 einstaklinga úr hópi 53ja umsækjenda til nánari skoðunar og loks 3 úr þeim hópi sem bæjarstjóraefni. Að auki fékk L-listinn 5 manna óháða ráðgjafarnefnd sér til fulltingis í ráðningarferlinu. Á endanum stóð valið á milli sömu þriggja umsækjenda og Capacent mælti með og var Eiríkur Björn valinn úr þeim hópi, sem fyrr segir. Eiríkur Björn Björgvinsson fæddist í Reykjavík 6. september 1966. Hann varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla árið 1987, lauk íþróttakennaraprófi á grunn- og framhaldsskólastigi frá Íþróttakennaraskóla Íslands árið 1990 og diplómu frá Íþróttaháskólanum í Köln árið 1994 auk diplómaprófs í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands árið 2000. Eiríkur Björn var æskulýðs- og íþróttafulltrúi Egilsstaðabæjar 1994-1996, íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar 1996-2002 og bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði 2002-2010. Eiginkona hans er Alma Jóhanna Árnadóttir, fædd 29. janúar 1969 á Húsavík. Hún er grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Þau eiga þrjá syni: Árna Björn, 13 ára; Birni Eiðar, 2 ára og Hákon Bjarnar, 6 mánaða. Bæjarráð Akureyrar mun fjalla um ráðningu nýs bæjarstjóra og staðfesta hana formlega. Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, segist mjög ánægður með þessa niðurstöðu. ?Ég tel að við höfum ráðið mjög hæfan mann til að gegna bæjarstjórastarfinu næstu fjögur árin og hann kemur úr stórum hópi mjög frambærilegra umsækjenda. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem sóttu um starfið. Jafnframt óska ég Akureyringum til hamingju með nýja bæjarstjórann og býð Eirík Björn og fjölskyldu velkomin í bæinn aftur,? segir hann.
https://www.akureyri.is/is/frettir/god-adsokn-a-safnadaginn
Góð aðsókn á Safnadaginn Á sunnudaginn fór fram Íslenski Safnadagurinn og af því tilefni var frítt inn á öll söfn Akureyrar. Fjöldi fólks nýtti tækifærið og skoðaði fjölbreytt söfn bæjarins. Hefðbundin dagskrá var í Davíðshúsi, Nonnahúsi, á Minjasafninu og Sigurhæðum, en nýjar sýningar voru opnaðar í Friðbjarnarhúsi og á Iðnaðarsafninu. Í Friðbjarnarhúsi opnaði leikfangasýning þar sem gefur að líta leikföng frá síðustu öld úr safni Guðbjargar Ringsted. Guðbjörg byrjaði að safna leikföngunum sér til ánægju þegar hún var tvítug að aldri og hefur síðastliðin 18 ár safnað þeim með leikfangasafn að markmiði. Á Iðnaðarsafninu var ný sýning opnuð undir heitinu ?Minningarbox?. Á sýningunni eru dregnir fram gripir sem vekja áhuga og endurminningar fólks um árin 1930 - 1980. Gefur þar að líta Sól-sápu, Flóru smjörlíki, Valash, Bæjarabjúgu og Duffys gallabuxur svo fátt eitt sé nefnt.
https://www.akureyri.is/is/frettir/styttist-i-vestnorden-2010
Styttist í Vestnorden 2010 Rúmir tveir mánuður eru þar til að hin árlega Vestnorden ferðakaupstefna verður haldin á Akureyri. Segja má að Vestnorden 2010 hafi vissa sérstöðu sökum þess að nú fer hún fram í 25. sinn og er því um afmælisár að ræða. Þá var henni valinn staður á Akureyri, í hinu glænýja ráðstefnu- og menningarhúsi Hofi, sem nú er keppst við að leggja lokahönd á. Vaxandi áhugi fólks á norðurslóðum Ferðamálayfirvöld á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum standa sem fyrr að Vestnorden undir merkjum NATA-samstarfsins og sér fyrirtækið Congress Reykjavík um alla skipulagningu. ?Það er vissulega nokkuð sérstakt að halda Vestnorden á þessu afmælisári og við finnum fyrir auknum áhuga af þeim sökum. Það er ekki endilega sjálfgefið að viðburðir sem þessir hafi svo langan líftíma, sem er bæði til marks um það góða samstarf sem er á milli landanna þriggja í þessum málum og eins vaxandi áhuga fólks á norðurslóðum,? segir Lára B. Pétursdóttir hjá Congress Reykjavík. Skráning á vestnorden.com Á Vestnorden eiga ferðaþjónustuaðilar frá löndunum þremur kost á að hitta ferðaheildsala víða að, en síðast þegar kaupstefnan var haldin hér á landi tóku þátt rúmlega 200 ferðaheildsalar frá tæplega 30 löndum. ?Skráningarfrestur er til 5. ágúst og ég hvet ferðaþjónustuaðila til að skrá sig sem fyrst því Vestnorden 2010 er viðburður sem enginn í íslenskri ferðaþjónustu má missa af,? segir Lára. Skráning og nánari upplýsingar eru á vef Vestnorden: vestnorden.com Frétt af vef ferðamálastofu
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolskyldu-og-skeljahatid-i-hrisey
Fjölskyldu- og skeljahátíð í Hrísey Um næstu helgi verður mikið um að vera í Hrísey þegar Fjölskyldu- og skeljahátíðin fer fram. Dagskráin, sem stendur frá föstudegi og fram á sunnudag, er afar fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Eyjabúðin, GalleríPerla og veitingahúsið Brekka verða opin alla helgina. Á föstudaginn opna leiktæki sem öllum verða aðgengileg fram á kvöld. Hljómsveitin Túpilakar, sem skipuð er þeim Oddi Bjarna Þorkelssyni, Sigurði Illugasyni og Margréti Sverrisdóttur, kemur fram á tónleikum í Sæborg síðar um kvöldið. Einnig verður boðið upp á óvissuferðir fyrir bæði börn og fullorðna. Dagskrá laugardagsins er vegleg og af nógu að taka. Norðurskel mun hafa opið sædýrasafn og þar verða sýnd vinnubrögð við verkun á fiski. Einnig verður kajakaleiga í Sæborgarfjörunni, söngkeppni barna, ratleikur, vitaferðir og Íslandsmeistarmót í skeljakappáti, svo fátt eitt sé nefnt. Kvöldvaka verður haldin á laugardagskvöldinu og varðeldur kveiktur kl. 23:00 þar sem Heimir Ingimarsson stjórnar fjöldasöng. Stormsveitin mun að lokum halda uppi fjörinu á dansleik í Sæborg. Tjaldsvæði er staðsett við sundlaug Hríseyjar og kostar nóttin þar kr. 900 fyrir 14 ára og eldri. Veittur er 200 kr. afsláttur af aukanóttum. Frekari upplýsingar má finna HÉR
https://www.akureyri.is/is/frettir/duludlegur-blaer-a-heitum-fimmtudegi
Dulúðlegur blær á Heitum fimmtudegi Einstakir tónleikar verða í Ketilhúsinu í kvöld kl. 21:30. Þá flytja margrómaðir jazztónlistarmenn, Egill Ólafsson, söngur, Ragnheiður Gröndal, söngur, Kjartan Valdimarsson, píanó, Sigurður Flosason, saxófónn og ýmis önnur blásturshljóðfæri, og Matthías Hemstock, slagverk, lög eftir Sigurð Flosason við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Tónleikarnir bera heitið. "Það sem hverfur" og vísar titillinn í innblástur sem sóttur er í horfinn heim íslenskra eyðibýla; húsin, hlutina sem urðu eftir, fólkið sem fór og hina framliðnu sem e.t.v. eru enn á stjái. Tónlistin er dramatísk þar sem jazz, popp, sígild tónlist og þjóðleg stef renna saman og skapa bræðing sem hæfir efninu vel. Samnefndur geisladiskur með tónlistinni kom út fyrir síðustu jól og fékk afbragðs góða dóma.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hverfisrad-kosid-i-grimsey
Hverfisráð kosið í Grímsey Almennur íbúafundur var haldinn í Grímsey sl. þriðjudag. Á fundinum lét samráðsnefndin af störfum og gáfu nefndarmenn ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Voru þeim þökkuð góð störf í þágu Grímseyjar og ekki síst Garðari Ólasyni, fráfarandi formanni. Í kjölfarið var fyrsta hverfisráð Grímseyjar kosið til eins árs og í samræmi við samþykkt um hverfisráðin í Grímsey og Hrísey. Aðalmenn í stjórn eru Ragnhildur Hjaltadóttir, Sigrún Þorláksdóttir og Sigurður Bjarnason, varamenn eru Stella Gunnarsdóttir, Magnús Þór Bjarnason og Þorgerður G. Einarsdóttir. Sigurður Bjarnason var kosinn formaður ráðsins og Ragnhildur Hjaltadóttir ritari. Á íbúafundinum var einnig rædd reynslan af sameiningu Grímseyjar og Akureyrar nú þegar ár er liðið frá sameiningu. Ríkti almenn ánægja á meðal íbúa með sameininguna. Fundinn sátu Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar, og Sigríður Stefánsdóttir, tengiliður Akureyrarbæjar við Grímsey. Að loknum íbúafundi kom nýkjörið hverfisráð saman til síns fyrsta fundar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ellen-kristjansdottir-a-ljufu-notunum
Ellen Kristjánsdóttir á ljúfu nótunum Sumartónleikaröð Akureyrarkirkju heldur áfram á sunnudaginn og nú er það hin ástsæla söngkona Ellen Kristjánsdóttir sem kemur fram ásamt Þorsteini Einarssyni, gítarleikara. Á efnisskránni er hugljúf tónlist sem Ellen er þekkt fyrir að flytja á sinn einstaka hátt. Ellen Kristjánsdóttir fæddist í San Fransisco en hefur búið í Reykjavík frá sjö ára aldri. Hún hefur sungið inn á fjölda platna með hinum ýmsu listamönnum og má þar nefna hljómsveitirnar Mannakorn, Kómbóið og tríó Borgardætra. Ellen hefur einnig gefið út þrjár plötur undir eigin nafni og hlaut ,"Sálmar? frá árinu 2004 íslensku tónlistarverðlaunin. Nýjasta afurð Ellenar, "Draumey?, kom út á síðasta ári og inniheldur einungis frumsamið efni. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og er aðgangur ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/midaldadagar-a-gasum-2
Miðaldadagar á Gásum Á laugardaginn hefjast Miðaldadagar á Gásum í Eyjafirði og hinn forni kaupstaður iðar þá af lífi miðaldafólks. Viðfangsefnin verða fjölbreytt og munu iðnaðarmenn m.a. smíða boga og örvar, stunda útskurð, leirgerð og viðgerðir á nytjahlutum. Gestir fá að kynnast vígfimum Sturlungum og vígamönnum í för erlendra kaupmanna auk þess sem Örlygsstaðabardagi verður endursagður. Gásir við Eyjafjörð er einstakur staður 11 km. norðan við Akureyri. Gásakaupstaður var verslunarstaður á miðöldum sem telst til friðlýstra fornleifa og er í umsjón Fornleifaverndar ríkisins. Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem var við lýði allt frá 12.öld og jafnvel allt fram að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld. Dagskráin hefst á nk. laugardag og lýkur á þriðjudaginn. Nánari upplýsingar má finna á gasir.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjoldi-manns-i-hrisey
Fjöldi manns í Hrísey Margt var um manninn í Hrísey um helgina þegar Fjölskyldu- og skeljahátíðin fór þar fram. Dagskráin var þétt skipuð og fjölbreytt enda áttu gestir auðvelt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Hljómsveitin Túpilakar kom fram á tónleikum í Sæborg á föstudagskvöldinu og boðið var upp á óvissuferðir fyrir bæði börn og fullorðna. Að sögn skipuleggjenda tókst hátíðin mjög vel en hana sóttu um 1000 manns. Á laugardeginum var mikið um að vera og m.a. haldin söngkeppni barna, keppt í skeljaáti og farið í ratleik og vitaferðir. Einnig var haldið hið árlega sjósund þar sem fjórir einstaklingar syntu 3,4 kílómetra leið á milli lands og eyju. Leikarinn góðkunni Örn Árnason kom óvænt fram á kvöldvökunni þegar hann steig á stokk og fór með gamanmál við góðar undirtektir. En segja má að hápunktur hátíðarinnar hafi verið þegar Heimir Ingimarsson stjórnaði brekkusöng af mikilli röggsemi og talið er að um 300-400 manns hafi tekið þátt. Stormsveitin hélt síðan uppi fjörinu fram á rauðan morgun í félagsheimilinu Sæborg.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hadegistonleikar-oskars-peturssonar
Hádegistónleikar Óskars Péturssonar Stórtenórinn Óskar Pétursson og harmóníumleikarinn Eyþór Ingi Jónsson halda hádegistónleika í Akureyrarkirkju í dag. Tónleikarnir verða einskonar upphitun fyrir verslunarmannahelgina, því eins og í fyrra verða félagarnir með óskalagatónleika á föstudagskvöldinu í Akureyrarkirkju. Í fyrra var fullt út úr dyrum og mikil stemmning í kirkjunni. Á efnisskránni verða lög sem Óskar og Eyþór hafa flutt áður við góðar undirtektir tónleikagesta. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og er aðgangseyrir 1000 kr.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumartonleikarodinni-lykur-a-sunnudaginn
Sumartónleikaröðinni lýkur á sunnudaginn Á sunnudaginn lýkur 24. sumartónleikaröð Akureyrarkirkju. Tónleikaröðin, sem er sú önnur elsta á Íslandi, skipar mikilvægan sess í menningarlífi Akureyrar og hafa bæjarbúar og ferðamenn notið góðrar tónlistar frábærra listamanna í kirkjunni. Tónleikarnir hafa verið haldnir vikulega í júlí og hefur fjöbreyttur hópur listamanna komið þar fram. Þær Eydís Franzdóttir, óbóleikari, og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju, munu leika fyrir gesti á sunnudaginn. Tónleikarnir hefjast með konsert fyrir óbó og strengjasveit eftir Händel og kemur orgelið í stað sveitarinnar. Auk konsertsins munu hljóma fagrir tónar frá barrokktímanum og einnig nýrri tónlist. Tónleikarnir eru klukkustundar langir og hefjast kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnadir-midaldadagar
Vel heppnaðir Miðaldadagar Miðaldadögum á Gásum í Eyjafirði lauk í gær. Dagskráin hófst á sl. laugardag og segja má að hinn forni kaupstaður hafi iðað af lífi og starfi miðaldamannsins. Að sögn framkvæmdastjóra Gásafélagsins, Haraldar Inga Haraldssonar, tókst hátíðin vel í alla staði og var aðsóknin góð. Um 1800 manns sóttu Miðaldadaga, sem nú voru haldnir í 6. skipti. Auk skipuleggjenda kom saman áhugafólk allsstaðar að af landinu til þess að setja saman búðir miðaldafólks og skapa þar með réttu stemninguna. Einnig kom hópur fólks frá Danmörku gagngert til þess að taka þátt í hátíðinni. Gásakaupstaður var verslunarstaður á miðöldum og telst til friðlýstra fornleifa. Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem var við lýði allt frá 12. öld og jafnvel allt fram að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld. Gásir við Eyjafjörð er 11 km. norðan við Akureyri og er í umsjón Fornleifaverndar ríkisins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolbreytt-dagskra-um-verslunarmannahelgina
Fjölbreytt dagskrá um verslunarmannahelgina Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Líkt og undanfarin ár verður lögð áhersla á elskulegt yfirbragð og að þátttakendur geti brosað breitt. Það eru Vinir Akureyrar sem standa að hátíðinni í samvinnu við Akureyrarstofu. Dagskráin hefst á Kirkjutröppuhlaupi Andrésar Andar og endar með Sparitónleikum og flugeldasýningu við Samkomuhúsið. Meðal þeirra skemmtikrafta sem koma fram þessa helgi eru Sveppi og Villi, Páll Óskar, Papar, Bravo, Hvanndalsbræður, Dikta, Skítamórall, Hjálmar, Manhattan og Rúnar Eff, Ourlives, Latibær, Halla og höfðingjarnir og margir fleiri. Haldnir verða hádegistónleikar í Lystigarðinum og við Iðnaðarsafnið. Þar verða í aðalhlutverkum annars vegar mömmur og möffins og hins vegar hin klassíska ?ein með öllu?. Óskalagatónleikar Eyþórs Inga í Akureyrarkirkju eru orðnir ómissandi hluti af verslunarmannahelginni á Akureyri og slíkt hið sama má segja um Dynheimaballið sem haldið verður á Vélsmiðjunni. Boðið verður upp á tívolí, go-kart og ævintýraland að Hömrum, aksturskeppni á svæði Bílaklúbbs Akureyrar, söngkeppni og Íslandsmeistaramót í pylsuáti. Vatns- og froðuball fyrir 14 ára og eldri verður haldið á Slökkvistöðinni og 16 ára ball í KA heimilinu. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi um verslunamannahelgina á Akureyri. Nánari upplýsingar má finna á einmedollu.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/frettatilkynning
Fréttatilkynning Vegna verkfallsboðunar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vill Akureyrarbær taka fram að ef til þess kemur þá mun öllum neyðartilvikum verða sinnt af hálfu slökkviliðsins, hvort sem um er að ræða bruna, sjúkraflutninga á landi eða sjúkraflug. Starfsmenn í eldvarnareftirliti og starfsmenn slökkviliðsins á Akureyrarflugvelli munu leggja niður störf á föstudaginn kemur 23. júlí frá kl. 08.00 ? 16.00. Akureyrarbær væntir þess að samningsaðilar nái saman sem fyrst.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tvaer-vikur-i-handverkshatid
Tvær vikur í Handverkshátíð Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldin dagana 6.-9.ágúst og er undirbúningur í fullum gangi. Vel á annað hundrað sýnendur undirbúa nú komu sína norður, en ásamt þeim verður fjöldinn allur af hópum og félögum sem sækja hátíðina. Í kjölfarið mun Norræna félagið á Akureyri standa fyrir Norrænum handverksdögum sem haldnir verða að Hrafnagili dagana 10.-12. ágúst. Þar verður boðið upp á námskeið í handverki tengdu landnámstímanum. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og vel skipuð. Má þar nefna tískusýningar, krambúð, sirkushópa, blöðrulist, andlitsmálun fyrir börnin, söguþorp þar sem tímavél verður spunnin með handverksmönnum, vélrúning Birgis Arasonar úr Gullbrekku, kajaksmíði og vélasýningu. Að auki mun félag landnámshænsna verða með sýningu og sína margfrægu fegurðarsamkeppni. Mikill áhugi er á handverki tengdu landnámstímanum, en verkkunnátta hefur farið dvínandi síðustu ár og í sumum tilvikum horfið. Á Norrænum handverksdögum verður boðið upp á námskeið í gerð íláta úr næfur, tálgun ölhænu og flauelisskurði með perlusaumi eða snúrulagningu. Sjá nánari upplýsingar á handverkshatid.is og á Facebook.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leidsogn-um-syningu-minjasafnins
Leiðsögn um sýningu Minjasafnins Nú stendur yfir sýningin ?FJÁRSJÓÐUR ? tuttugu ljósmyndarar frá Eyjafirði 1858-1965? í Minjasafninu á Akureyri. Sýningin er yfirlit ljósmynda af Eyjafjarðarsvæðinu og er afrakstur rannsókna Harðar Geirssonar, safnvarðar Minjasafnsins, á ljósmyndaarfi Íslendinga. Á sunnudaginn kl. 14:00 mun Hörður leiða gesti í gegnum sýninguna, segja sögur og svara fyrirspurnum. Sýningin samanstendur af ljósmyndum úr ljósmyndasafni Minjasafnsins á Akureyri, sem er þriðja stærsta sinnar tegundar á landinu, auk ljósmynda fengnum að láni frá Þjóðminjasafni Íslands. Myndir eftir óþekktan ljósmyndara, Árna Stefánsson frá Litla-dal, koma nú fyrir sjónir almennings í fyrsta skipti. Einnig má sjá frummyndir Tryggva Gunnarssonar, sem teknar voru á Akureyri 1865, auk fyrstu myndanna sem teknar voru á Húsavík 1866. Afkastamestur ljósmyndaranna hvað varðar kynningu á sér og sínum verkum var Vigfús Sigurgeirsson. Hann hélt sýningu í Hamborg 1935, í höfuðborgum Norðurlandanna 1937 og í New York 1939. Hann gaf meðal annars út fyrstu ljósmyndabókina á Íslandi árið 1930. Frummyndir hans af sýningunum utanlands má nú sjá á Minjasafninu. Fimmtungur ljósmyndaranna tuttugu sem fjallað er um á sýningunni eru konur. Sú þekktasta er Anna Schiöth annar kvenljósmyndari landsins. Hún rak ljósmyndastofu á Akureyri samfellt í 20 ár. Auk hennar voru þær Engel Jensen, Anna Magnúsdóttir og Guðrún Funk Rasmussen að störfum á þessu tímabili hér í bæ. Minjasafnið á Akureyri er opið alla daga frá 1. júní - 15. september frá kl. 10:00-17:00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/reimleikar-i-verksmidjunni
Reimleikar í Verksmiðjunni Um helgina verður ljóðasýningin ?Reimleikar ? húslestur frá 20. öld? opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Hjálmar Stefán Brynjólfsson setja upp sýninguna sem er önnur í röðinni af þremur sýningum er tengjast bókmenningu og margmiðlun. Þá fyrstu, ?Bráðum ? áminning um möguleika gleymskunnar?, settu þau upp í nóvember 2009 í GalleríBOX og fer síðasta sýningin fram árið 2011. Á sýningunni er ljósi brugðið á íslenska ljóðlist, upptökur og upplestur. Hægt verður að hlusta á skáld og skáldskap frá ólíkum tímabilum og hlusta sig þannig í gegnum íslenska ljóðlist 20. aldar. Verksmiðjan á Hjalteyri skiptir sköpum fyrir sýninguna því tilkomumikill hljómburður hússins skapar henni einstaka umgjörð. Sýningin opnar á föstudag kl. 20.30 og stendur aðeins þessa einu helgi. Opnunartími er frá kl. 14:00-17:00 laugardag og sunnudag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/framkvaemdir-vid-krossanesborgir
Framkvæmdir við?Krossanesborgir Framkvæmdir hafa nú staðið yfir við Krossanesborgir þar sem formleg aðkoma þessa fallega útivistarsvæðis verður nú færð frá Hundatjörn og að Óðinsnesi. Fyrir vikið verður aðkoman bæði aðgengilegri og öruggari. Búið er að tengja göngustíg frá Óðinsnesi við eldra stígakerfi og framundan er vinna við bílastæði. Frekari upplýsingar má finna HÉR og á ust.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljotu-halfvitarnir-a-ferd-og-flugi
Ljótu hálfvitarnir á ferð og flugi Norðanpiltarnir í Ljótu hálfvitunum hafa í nógu að snúast um verslunarmannahelgina. Mikil spilamennska er framundan og hvorki meira né minna en fimm tónleikar eru á dagskránni. Hálfvitarnir byrja helgina eins snemma og kostur er og sigla með Herjólfi til Vestmannaeyja á miðvikudaginn og spila þar í Höllinni með Hvanndalsbræðrum. Á fimmtudags- og föstudagskvöld verður hljómsveitin í Café Rosenberg í Reykjavík, en heldur síðan á Flúðir og spilar í félagsheimilinu á laugardags- og sunnudagskvöld. Ljótu hálfvitarnir sendu frá sér sína þriðju plötu í júní síðastliðnum sem ber heiti hljómsveitarinnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-614-2010-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-glera-fra-stiflu-til-sjavar-heidartun-1-5-og-raudamyri-18
Nr. 614/2010 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Glerá frá stíflu til sjávar, Heiðartún 1-5 og Rauðamýri 18 Deiliskipulag Glerár, frá stíflu til sjávar. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. júní 2010 í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga, samþykkt deiliskipulag Glerár, frá stíflu til sjávar. Deiliskipulagssvæðið nær til Glerár og nánasta umhverfis, frá gömlu brúnni við Sólvang, Bandagerðisbrú, að brúnni við Hjalteyrargötu. Fyrirhugað er að efla ársvæðið sem útivistarsvæði og auka aðgengi almennings m.a. með stígakerfi, göngubrúm og undirgögnum undir Borgarbraut og Hörgárbraut. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, svæðis norðan Tjarnarhóls, vegna Heiðartúns 1-5. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. júní 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga, samþykkt deiliskipulagsbreytingu vegna Heiðartúns 1-5. Breytingin felst í því að heimilt verður að byggja 1-2 hæða hús á lóðunum nr. 1-5 við Heiðartún í stað tveggja hæða. Byggingarreitir eru stækkaðir úr 12,5-16 m í 16-17 m og bindandi byggingarlína er lengd úr 7 m í 8,5 m. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. Breyting á deiliskipulagi Mýrarhverfis, vegna Rauðumýrar 18. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. júní 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga, samþykkt deiliskipulagsbreytingu vegna Rauðumýrar 18. Breytingin felst í því að byggingarreitur fyrir bílskúr verður 9x5 m í stað 8x4 m. Hámarksstærð bílskúrs verður 37m². Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 8. júlí 2010, Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri. B-deild - Útgáfud.: 22. júlí 2010
https://www.akureyri.is/is/frettir/stadsetningu-a-nyju-hjukrunarheimili-motmaelt
Staðsetningu á nýju hjúkrunarheimili mótmælt Helga Erlingsdóttir, hjúkrunarforstjóri á öldrunarheimilinu Hlíð, afhenti í dag Geir Kristni Aðalsteinssyni, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, undirskriftalista þar sem staðsetningu á nýju hjúkrunarheimili í Naustahverfi á Akureyri er mótmælt og óskað er eftir endurskoðun á þeirri ákvörðun. Alls skrifuðu 122 starfsmenn á Hlíð undir listann. Í yfirlýsingu segir meðal annars: ?Þessi staðsetning á hjúkrunarheimili í útjaðri byggðar á Akureyri er í algjöru ósamræmi við þá hugmyndafræði sem unnið er eftir á hjúkrunarheimilum Akureyrar, þ.e.a.s. Eden hugmyndafræðinni. Í þeirri hugmyndafræði er lögð áhersla á að skapa heimili og umhverfi þar sem einstaklingurinn getur lifað fjölbreyttu og innihaldsríku lífi þrátt fyrir þverrandi heilsu og minnkandi færni. Áhersla er á að hjúkrunarheimili séu staðsett í grónum íbúðahverfum í nálægð við skóla, leikskóla og fjölbreytt mannlíf. Með slíkri staðsetningu er auðvelt fyrir íbúa hjúkrunarheimila að fara út í umhverfið og/eða fylgjast með daglegu lífi út um gluggana. Sú lóð sem valin var er í útjaðri byggðar, lítil tenging er við skóla og leikskóla, umhverfið er ófrágengið og vantar m.a. göngustíga. Auk þess er halli á lóðinni sem mun torvelda umgengni um svæðið, sérstaklega fyrir þá sem þurfa að nota hjálpartæki til þess að komast um."
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-569-2010-auglysing-um-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-tengingar-vid-adalgatnakerfid
Nr. 569/2010 AUGLÝSING um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, tengingar við aðalgatnakerfið. Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur ráðherra þann 10. júní 2010 staðfest breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 frá 15. desember 2006. Breytingin felst í því að gerð er nánari grein fyrir helstu tengingum innra gatnakerfis Akureyrar við stofn- og tengibrautir. Á gildandi þéttbýlisuppdrætti er gerð grein fyrir aðalgatnakerfi bæjarins. Í breytingunni eru tengingar við aðalgatnakerfið, sem liggja yfir óbyggð svæði og opin svæði til sérstakra nota, settar inn á skipulagsuppdrátt og jafnframt bætt inn vegum utan þéttbýlis sem ekki eru stofn- eða tengivegir. Aðrar tengingar og innra gatnakerfi verða skilgreind í deiliskipulagi. Bætt er við tákni fyrir ?aðrar götur? í skýringum. Jafnframt er gerð sú lagfæring að sett er inn á uppdráttinn tákn fyrir hverfisverndarsvæði í miðbæ í samræmi við texta og mynd í kafla 3.3 í staðfestri greinargerð en táknið hafði fallið niður á staðfestum uppdrætti. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og Skipulagsstofnun gert tillögu til ráðherra um staðfestingu. Breytingin öðlast þegar gildi. Umhverfisráðuneytinu, 10. júní 2010. F. h. r. Sigríður Auður Arnardóttir. Íris Bjargmundsdóttir B-deild - Útgáfud.: 6. júlí 2010
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodleg-leiklistarhatid-a-akureyri-i-agust
Alþjóðleg leiklistarhátíð á Akureyri í ágúst Dagana 10.-15. ágúst heldur Bandalag íslenskra leikfélaga fjölþjóðlega leiklistarhátíð í Menningarhúsinu Hofi. Hátíðin er á vegum NEATA, Norður-evrópska áhugaleikhúsráðsins, og verða sýndar leiksýningar frá öllum Norðurlöndunum, Lettlandi, Litháen, Rúmeníu og Frakklandi. Hátíðin verður sett að kvöldi þriðjudagsins 10. ágúst og verða allar leiksýningar og aðrir viðburðir hátíðarinnar í Hofi. Alls er reiknað með að um 250 manns taki beinan þátt í hátíðinni. Þema hátíðarinnar er ?Maður ? Náttúra? og einkunnarorðin eru ?Af hjartans list?. Hátíðin beinir sjónum að manneskjunni og samskiptum hennar við náttúruna, bæði hvað varðar óblíð náttúruöflin og mannlega náttúru. Alls verða sýndar 12 leiksýningar á hátíðinni, þar af þrjár íslenskar. Það eru ?Umbúðalaust? frá Leikfélagi Kópavogs í leikstjórn Vigdísar Jakobsdóttur, ?Birtingur? frá Leikfélagi Selfoss og ?Vínland? frá Freyvangsleikhúsinu, báðar í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar. Auk leiksýninga verður boðið upp á þrjár leiksmiðjur á meðan á hátíðinni stendur, leiðbeinendur á þeim eru Ágústa Skúladóttir, Bernd Ogrodnik og Rúnar Guðbrandsson. Jafnframt mun hátíðarklúbbur verða starfræktur þar sem þátttakendur á hátíðinni munu skemmta sér og öðrum. Boðið verður uppá gagnrýni á sýningar hátíðarinnar og verða gagnrýnendur Dr. Danute Vaigauskaite frá Háskólanum í Klaipeda, Litháen, og Þorgeir Tryggvason, leiklistargagnrýnandi og formaður Bandalags íslenskra leikfélaga. Leiklistarhátíðin á Akureyri er 6. NEATA-hátíðin sem er haldin og er nú í fyrsta sinn á Íslandi. Hún er jafnframt stærsta leiklistarhátíð sem Bandalag íslenskra leikfélaga hefur staðið fyrir. Verndari hátíðarinnar er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Bandalag íslenskra leikfélaga skipuleggur leiklistarhátíðina í samvinnu við Norður-evrópska áhugaleikhúsráðið (NEATA), Norræna menningarsjóðinn, Menntamálaráðuneytið, Akureyrarbæ og Menningarhúsið Hof.
https://www.akureyri.is/is/frettir/soguganga-um-verslunarmannahelgina
Söguganga um verslunarmannahelgina Söguganga Minjasafnsins fer fram á laugardaginn um verslunarmannahelgina eins og undanfarin ár. Hún verður þó með breyttu sniði að þessi sinni þar sem lagt verður af stað frá Sigurhæðum ? húsi skáldsins. Þjóðskáldið sr. Matthías Jochumsson byggði húsið árið 1903 og bjó þar í tvo áratugi með fjölskyldu sinni. Nú er í húsinu margvísleg menningarstarfsemi og auk þess safn í minningu Matthíasar. Frá Sigurhæðum verður haldið í Innbæinn og að Minjasafnskirkjunni, en það er leið sem Matthías gekk gjarnan sér til heilsubótar. Þaðan verður farið upp og norður Nonnnastíg, um Búðagil, Spítalaveg og Eyrarlandsveg aftur að Sigurhæðum. Í lok göngunnar verður boðið upp á kaffi, kakó og vöfflur á Sigurhæðum. Gangan hefst við Sigurhæðir ? hús skáldsins kl. 14:00 og er ekkert þátttökugjald.
https://www.akureyri.is/is/frettir/markadsdagur-framundan-i-laufasi
Markaðsdagur framundan?í Laufási Hinn árlegi markaðsdagur við Gamla bæinn í Laufási í Eyjafirði verður haldinn mánudaginn 2. ágúst frá kl 14:00-17:00. Eins og vanalega mun kenna ýmissa grasa á markaðnum og má meðal annars nefna handverk og listmuni. Einnig verða þar margs konar matvörur úr héraði eins og saft, kartöflur, sultur, brauð, harðfiskur og margt fleira. Urtasmiðjan mun kynna vörur sínar og lifandi tónlist mun hljóma um hið þjóðlega umhverfi torfbæjarins. Veitingasala er í Gamla prestshúsinu, en þar er hráefni úr héraði í hávegum haft. Gamli bærinn í Laufási er opinn alla daga til 12. september frá kl. 09:00-18:00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagskra-helgarinnar-3
Dagskrá helgarinnar Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri um helgina og má gera ráð fyrir fjölda gesta í bænum enda dagskráin einstaklega glæsileg. Prentaðir voru fánar fyrir hátíðina sem koma til með að blakta víða um bæinn. Eins og undanfarin ár verður lögð áhersla á elskulegt yfirbragð og að þátttakendur geti brosað breitt. Dagskráin hefst með uppákomum Föstudagsfjörfiska frá Skapandi sumarstörfum og lýkur með Sparitónleikum og flugeldasýningu við Samkomuhúsið. Meðal þeirra skemmtikrafta sem koma fram um helgina eru Sveppi og Villi, Páll Óskar, Papar, Bravo, Hvanndalsbræður, Dikta, Skítamórall, Hjálmar, Manhattan og Rúnar Eff, Óskar Pétursson, Ourlives, Latibær, Halla og höfðingjarnir og margir fleiri. Auk þess verður meðal annars boðið upp á tívolí, go-kart og ævintýraland að Hömrum, aksturskeppni á svæði Bílaklúbbs Akureyrar, söngkeppni og Íslandsmeistaramót í pylsuáti. Vatns- og froðuball fyrir 14 ára og eldri verður haldið á Slökkvistöðinni og 16 ára ball í KA heimilinu. Dagskrá hátíðarinnar má finna HÉR Það eru Vinir Akureyrar sem standa að hátíðinni í samvinnu við Akureyrarstofu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hadegistonleikar-i-akureyrarkirkju
Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju Danska tónlistarkonan Anne Mathiesen heldur tónleika í Akureyrarkirkju í dag kl. 12:00. Hún mun spila dansa sem samdir hafa verið sérstaklega fyrir orgel, en einnig mun Anne spila dansa sem hún sjálf hefur umritað. Fjölbreytileikinn er mikill í efnistökum Anne því dansarnir voru samdir á tímabilinu 1600-2000 og er því von á fjölbreyttum tónleikum. Anne Mathiesen hóf píanónám 5 ára gömul og orgelnám í Køgekirkju 14 ára. Hún stundaði nám í Konunglega danska tónlistarháskólanum og lauk diplóma prófi í kirkjutónlist árið 1993. Tveimur árum síðar lauk hún einleikaraprófi frá sama skóla og fékk afar góða dóma frá gagnrýnendum Politiken og Berlingske Tidende fyrir lokatónleika sína í Helligåndskirken í Kaupmannahöfn. Anne hefur verið organisti í Køgekirkju frá árinu 1992. Tónleikarnir hefjast á hádegi kl. 12:00 og er aðgangseyrir kr. 1000.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sparitonleikarnir-hapunktur-helgarinnar
Sparitónleikarnir hápunktur helgarinnar Vel heppnuð verslunarmannahelgi er að baki á Akureyri þar sem haldin var fjölskylduhátíðin Ein með öllu. Fjöldinn allur af listamönnum og skemmtikröftum komu þar fram og hápunktur hátíðarinnar var án vafa Sparitónleikarnir sem haldnir voru fyrir framan Samkomuhúsið. Þar komu fram hljómsveitirnar Skítamórall, Hvanndalsbræður, Dikta, Killer Queen og Ourlives auk Karlakórs Akureyrar. Talið er að um 12.000 manns hafi sótt tónleikana og er um metaðsókn að ræða. Ein með öllu var fjölbreytt að vanda og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á meðal annarra skemmtikrafta sem komu fram á hátíðinni voru Hjálmar, Rúnar Eff, Óskar Pétursson, Sveppi og Villi, Papar, Bravo og margir fleiri. Að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Margrétar Blöndal, var hjarta þátttakenda á réttum stað um helgina því engin meiriháttar skakkaföll áttu sér stað. ?Hátíðarhöldin fóru vel fram í alla staði og helgin var alveg einstaklega skemmtileg,? segir Margrét. ?Það gleður mig mjög að vita af ánægðum Akureyringum sem og gestum bæjarins." Um 500 manns voru í Lystigarði Akureyrar á laugardaginn þar sem Halla og höfðingjarnir héldu hádegistónleika. Boðið var upp á kaffi og seldar dýrindis möffins kökur sem mömmur bæjarins bökuðu og skreyttu. Einnig var boðinn upp kökudiskur á fæti eftir Margréti Jónsdóttur leirlistakonu og söfnuðust á fjórða hundrað þúsund krónur í sölunni, sem runnu allar til Fæðingadeildar FSA. Það má því með sanni segja að hjartað hafi verið á réttum stað á Akureyri um helgina! Myndirnar að neðan voru teknar á Ráðhústorgi á laugardag og á Sparitónleikunum á sunnudagskvöld.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ishokki-i-agust
Íshokkí í ágúst Skautahöll Akureyrar hefur verið í fríi það sem af er sumri en opnar á nýjan leik fyrir gesti þann 1. september nk. Svellið er aftur á móti að komast í gagnið og nú í ágúst verða haldin námskeið í íshokkí fyrir alla aldurshópa. Námskeiðin fara fram í Skautahöllinni dagana 9.-13. ágúst og mun Skautafélag Akureyrar sjá þátttakendum fyrir öllum búnaði. Þátttökugjald er kr. 5000 og nánari upplýsingar má finna HÉR
https://www.akureyri.is/is/frettir/fosshlid-manahlid-sunnuhlid-og-barmahlid-tillaga-ad-deiliskipulagi-lokid
Fosshlíð, Mánahlíð, Sunnuhlíð og Barmahlíð. Tillaga að deiliskipulagi - Lokið Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með, skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagi fyrir Fosshlíð, Hlíðarbraut, Sunnuhlíð og Barmahlíð, samþykkta í bæjarráði þann 15. júlí 2010. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Skarðshlíð að austan, Fosshlíð að sunnan, Hlíðarbraut að vestan og Sunnuhlíð að norðan. Skilgreindir eru byggingarreitir á öllum lóðum og fæst með því svigrúm til að byggja við núverandi hús. Á lóð nr. 8 við Barmahlíð verður heimilt að reisa einbýlishús eða parhús á 1-2 hæðum ásamt bílskúr. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 5. ágúst til 16. september 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur. Deiliskipulagstillaga - uppdráttur Frestur til að gera athugasemdir er til og með fimmtudeginum 16. september 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 5. ágúst 2010 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/breida-opnar-a-karolinu
?Breiða? opnar á Karólínu Arnþrúður Dagsdóttir opnar ljósmyndasýningu sína ?Breiða? á laugardaginn kl. 15:00 á Café Karólínu. Arnþrúður lauk mastersnámi í myndlist frá Sandberg Instituut í Amsterdam haustið 2007. Hún útskrifaðist 2003 frá myndlistarskólanum AKI, Academie voor Beeldende Kunst en Vormgeving í Enschede í Hollandi. Algeng þemu í verkum hennar eru samskipti manns við náttúruna og náttúruna í sér, sjálfsmyndin og kyn- og kynjaímyndir. "Breiða" samanstendur af ljósmyndum sem spyrja spurninga um mörk hins almenna og hins einstaka og um tímann í efnislegum hlutum. Í ljósmyndum og fötum er falinn ákveðinn tími, stund sem aldrei kemur aftur en reynt er að klófesta. Föt eru hluti af persónusköpun mannsins, næst skinninu, náttúrunni. Frá mörkum hins almenna og hins einstaka er stutt í sviðsetningar og mögulegar atburðarásir sem efniviður myndanna gæti eða gæti ekki hafa tekið þátt í. Myndin sjálf, framsetningin, ákvarðast af einhverju leyti af þessu, en ekki síður af þeirri spennu og fegurð sem verður til þegar náttúru og manngerðum hlutum er stefnt saman. Sýningin stendur til föstudagsins 3. september. Myndin að neðan er ein mynda sýningarinnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/handverkshatid-vid-hrafnagilsskola
Handverkshátíð?við Hrafnagilsskóla Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla hefst á morgun og stendur fram á mánudag. Á annað hundrað sýnendur mæta á svæðið en ásamt þeim verður fjöldinn allur af hópum og félögum sem sækja hátíðina. Í kjölfarið mun Norræna félagið á Akureyri standa fyrir Norrænum handverksdögum sem haldnir verða að Hrafnagili dagana 10.-12. ágúst. Þar verður boðið upp á námskeið í handverki tengdu landnámstímanum. Dagskrá Handverkshátíðarinnar er fjölbreytt og vel skipuð. Má þar nefna tískusýningar, krambúð, sirkushópa, blöðrulist, andlitsmálun fyrir börnin, söguþorp þar sem tímavél verður spunnin með handverksmönnum, vélrúning Birgis Arasonar úr Gullbrekku, kajaksmíði og vélasýningu. Að auki mun félag landnámshænsna verða með sýningu og sína margfrægu fegurðarsamkeppni. Rúsínan í pylsuendanum verður aftur á móti brunaslöngubolti þar sem sveitarstjórar Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandahrepps, Hörgárbyggðar, Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar munu takast á. Leikirnir fara fram á fótboltavellinum við hátíðarsvæðið á sunnudaginn kl. 14:30 og búist er við miklu fjöri. Hátíðin er opin frá föstudegi til mánudags kl. 12:00-19:00. Sjá nánar á handverkshatid.is Norrænir handverksdagar Að lokinni Handverkshátíðinni hefjast Norrænir handverksdagar og standa frá 10.-12. ágúst. Mikill áhugi er á handverki tengdu landnámstímanum, en verkkunnátta hefur farið dvínandi síðustu ár og í sumum tilvikum horfið. Á Norrænum handverksdögum verður boðið upp á námskeið í gerð íláta úr næfur, tálgun ölhænu og flauelsskurði með perlusaumi eða snúrulagningu. Sjá nánari upplýsingar HÉR
https://www.akureyri.is/is/frettir/kristina-ea-410-vid-akureyrarhofn
Kristina EA 410 við Akureyrarhöfn Stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans, Kristina EA 410, kom til hafnar á Akureyri í morgun eftir vikulanga siglingu frá Las Palmas á Spáni og mun á næstu dögum halda til síldar- og makrílveiða hér við land. Skipið var smíðað árið 1994 og er 105 metrar að lengd, 20 metrar að breidd og 7.805 brúttótonn að stærð. Samherji hf. eignaðist skipið, sem áður hét Engey RE, árið 2007 og hefur það að mestu verið í leigu síðan og notað við veiðar úti fyrir ströndum Afríku. Skipstjóri á Kristinu EA 410 er Arngrímur Brynjólfsson og í áhöfn eru 35 menn. Aflinn verður unninn um borð, en skipið er búið öflugum búnaði fyrir frystingu á aflanum og einnig er fiskimjölsverksmiðja í skipinu. Sjá nánar á samherji.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/fornar-sagnir-i-laxdalshusi
Fornar sagnir í Laxdalshúsi Í sumar hafa kvennaraddir fortíðar varpað ljósi á rætur Íslendinga í elsta húsi Akureyrar, Laxdalshúsi. Þar hefur Valgerður H. Bjarnadóttir verið í hlutverkum Þórunnar hyrnu og Heiðar völvu í sérstökum sögustundum þar sem gestir halda á fund við þær stöllur sem tengjast fornum rótum Íslendinga svo sterklega. Hvor sögustundin er klukkutími að lengd. Þórunn hyrna og Heiður völva Þórunn hyrna var eiginkona Helga magra og numu þau land í Eyjafirði fyrir rúmum 1100 árum. Þau voru víðförul og fluttu með sér margvíslega menningarstrauma. Hún og Helgi eignuðust átta börn sem öll byggðu á svæðinu og má fullyrða að þau sem eiga rætur á Íslandi geti rakið þær til þeirra. Í sögustundinni segir Þórunn sögu sína og kallar fram mynd af sér og þeim tíðaranda og trú sem ríkti í hennar tíð. Völuspá er helsta trúarkvæði Íslendinga úr heiðnum sið. Þar segir völvan Heiður frá því þegar Óðinn, æðsta goð Ása, kemur til hennar í öngum sínum því hann hefur misst tökin á veröldinni og leitar svara hjá henni um orsakir, stöðu og afleiðingar gjörða goðanna. Sögustundin byggir á þræði Völuspár, en inn í söguþráðinn fléttar völvan Heiður sögurnar sem liggja að baki kvæðinu og ofurlítinn fróðleik um sjálfa sig. Sögustundir í allan ágúst Valgerður H. Bjarnadóttir hefur um áratuga skeið rannsakað trúarheimspeki og menningarrætur kvenna og hefur m.a. sett fram kenningar sínar í MA-ritgerðinni The Saga of Vanadís, völva and valkyrja ? images of the divine from the memory of an Islandic woman, sem kom út á bók árið 2009. Hún er félagsráðgjafi og tók um árabil virkan þátt í leiklist. Undir yfirskriftinni Vanadís ? rætur okkar, draumar og auður rekur hún námskeið og ýmiss konar ráðgjöf og fræðslu. Sögustundirnar verða haldnar á íslensku í Laxdalshúsi alla fimmtudaga í ágúst (Þórunn kl.18:00 og Heiður völva kl. 20:00) og laugardagana 7. og 21.ágúst (Þórunn kl.16:00 og Heiður völva kl.18:00). Einnig er hægt að panta sýningar fyrir hópa bæði á íslensku og ensku. Sjá nánari upplýsingar HÉR
https://www.akureyri.is/is/frettir/metadsokn-a-handverkshatidina
Metaðsókn á?Handverkshátíðina Metaðsókn hefur verið á Handverkshátíðina við Hrafnagilsskóla enda dagskráin fjölbreytt og glæsileg. Hátíðin hófst á föstudaginn og lýkur í dag kl. 19:00. Volcano Design hlaut verðlaun sem sölubás ársins og Handverksmaður ársins var valinn Ragnar Arason, rennismiður frá Höfn í Hornafirði. Fjöldi viðburða voru á dagskrá um helgina og hæst ber að nefna svokallaðan brunaslöngubolta þar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar átti í höggi við nágrannasveitarstjórnir á Eyjafjarðarsvæðinu. Eftir æsilega keppni bar Eyjafjarðarsveit sigur úr bítum í brunaslönguboltanum, en Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Akureyrarbær og Eyjafjarðarsveit mættu með lið til keppni í þessari nýstárlegu íþrótt. Einnig voru úrslit kunngjörð í fegurðarsamkeppni Félags landnámshænsna og átti Einar Gíslason frá Brúnum fegursta hanann, Blandon, en Guðlaugur M. Ingason frá Ólafsfirði átti fallegustu hænuna, Rósu. Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla er enn í fullum gangi og er opið í dag frá kl. 12:00-19:00. Sjá nánar á handverkshatid.is og á facebook.
https://www.akureyri.is/is/frettir/neata-leiklistarhatidin-hefst-i-kvold
NEATA-leiklistarhátíðin hefst í kvöld NEATA-leiklistarhátíðin verður sett í Hofi ? menningarhúsi í kvöld kl. 20:00. Hátíðin er á vegum Norður-evrópska áhugaleikhúsráðsins, NEATA, og verða sýndar leiksýningar frá öllum Norðurlöndunum, Lettlandi, Litháen, Rúmeníu og Frakklandi. Það er Bandalag íslenskra leikfélaga sem skipuleggur leiklistarhátíðina í samvinnu við NEATA, Norræna menningarsjóðinn, Menntamálaráðuneytið, Akureyrarbæ og Hof ? menningarhús. NEATA ? leiklistarhátíðin er nú haldin í 6. sinn og í fyrsta sinn á Íslandi. Hún er jafnframt stærsta leiklistarhátíð sem Bandalag íslenskra leikfélaga hefur staðið fyrir. Verndari hátíðarinnar er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Alls verða sýndar 12 leiksýningar á hátíðinni, þar af þrjár íslenskar. Þær eru ?Umbúðalaust? frá Leikfélagi Kópavogs í leikstjórn Vigdísar Jakobsdóttur, ?Birtingur? frá Leikfélagi Selfoss og ?Vínland? frá Freyvangsleikhúsinu, báðar í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar. Auk leiksýninga verður boðið upp á þrjár leiksmiðjur á meðan á hátíðinni stendur, leiðbeinendur á þeim eru Ágústa Skúladóttir, Bernd Ogrodnik og Rúnar Guðbrandsson. Jafnframt mun hátíðarklúbbur verða starfræktur þar sem þátttakendur á hátíðinni munu skemmta sér og öðrum. Boðið verður uppá gagnrýni á sýningar hátíðarinnar og verða gagnrýnendur Dr. Danute Vaigauskaite frá Háskólanum í Klaipeda, Litháen, og Þorgeir Tryggvason, leiklistargagnrýnandi og formaður Bandalags íslenskra leikfélaga. Frítt verður á allar sýningarnar og hægt er að nálgast miða eftir kl.13:00 í miðasölu Hofs á sýningardögunum. Nánari upplýsingar má finna HÉR Sýningar hátíðarinnar eru eftirfarandi: Þriðjudagur, 10. ágúst 20.00: Opnunarhátíð í menningarhúsinu Hofi 21.00: ÍSLAND Umbúðalaust - Leikfélag Kópavogs Miðvikudagur, 11. ágúst 14.00: NOREGUR Shabbana - Te-Nord, Osló 15.00: LITHÁEN A ´La Musicale - Druskininkai Theatre, Nisa 17.00: RÚMENÍA Írskt ljóð fyrir fiðlu og sál - Ludic Student Theatre, Iasi 20.00: SVÍÞJÓÐ Landamæragæsla - Teater nea, Stockholm Fimmtudagur, 12. ágúst 14.00: FRAKKLAND Heilaþvottur - L´asse du Coin, Estoublon 16.00: ÍSLAND Birtingur - Leikfélag Selfoss 20.00: FINNLAND Louhi og gullna stúlkan - Youth Theatre Floppi 21.00: LETTLAND Eftir Magritte - Auseklis Limbazi Föstudagur, 13. ágúst 14.00: DANMÖRK Dökka skrúðgangan - Dunkelfolket, Brovst 16.00: FÆREYJAR Sjótekin - Royndin, Nólsoy 21.00: ÍSLAND Vínland - Freyvangsleikhúsið
https://www.akureyri.is/is/frettir/vegglistarmenn-a-ferd-um-baeinn
Vegglistarmenn á ferð um bæinn Hópur vegglistarmanna hefur verið á ferðinni um Akureyri síðustu daga og skreytt nokkra veggi bæjarins. Hópurinn samanstendur af sjö vegglistarmönnum frá Reykjavík sem hafa ferðast um landið á síðustu vikum og skreytt veggi landsbyggðarinnar. Hópnum var að sjálfsögðu vel tekið á Akureyri og fékk strax úthlutað vegg á íþróttahúsi Laugargötu. Að sögn Daníels Stefáns Þorkelssonar, vegglistarmanns, er tilgangur ferðarinnar að kynna vegglistina fyrir landsmönnum. ?Okkur hefur allsstaðar verið vel tekið. Við höfum notið aðstoðar góðs fólks við þetta verkefni og hlutum m.a. styrk frá Samtökum ungs fólks í Evrópu sem við notuðum til þess að kaupa yfir 800 hundruð spreybrúsa frá Spáni. Einnig fengum við málningu frá Málning hf. og rúntum með herlegheitin um landið í tveimur bílum og gistum í tjöldum,? segir Daníel. Ferðin um landið hófst 22. júlí sl. og hefur hópurinn nú þegar staldrað við á Grundarfirði, Flatey, Ísafirði, Súðavík og Skagaströnd. Eftir að Akureyrarheimsókninni lýkur mun hópurinn halda sem leið liggur austur á land. Myndirnar hér að neðan eru teknar við Sundlaug Akureyrar, Hvannavelli og Kaupfélagsportið, aftan við Rub 23.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-649-2010-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-deiliskipulagsbreyting-vegna-tengingar-bralundar-vid-midhusabraut-og-deiliskipulagsbreyting-fyrir-kjarnagotu-50-68
Nr. 649/2010 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulagsbreyting vegna tengingar Brálundar við Miðhúsabraut og deiliskipulagsbreyting fyrir Kjarnagötu 50-68 Breyting á deiliskipulagi Brálundar, vegna tengingar Brálundar við Miðhúsabraut. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 8. júlí 2010 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Brálund. Breytingin felst í að gert er ráð fyrir tengingu Brálundar við Miðhúsabraut. Deiliskipulagsáætlunin hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 2. áfanga, vegna Kjarnagötu 50-68. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. júlí 2010 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, 2. áfanga, Kjarnagötu 50-68. Breytingin felst í að á lóð 50-68 við Kjarnagötu er byggingarreitur stækkaður og heimilt verður að reisa fimm stök tveggja hæða, fjögurra íbúða hús með samtals 20 íbúðum í stað þriggja hæða húsa með 30 íbúðum. Deiliskipulagsáætlunin hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 9. ágúst 2010, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 10. ágúst 2010
https://www.akureyri.is/is/frettir/giljahverfi-tillaga-ad-endurskodudu-deiliskipulagi-lokid
Giljahverfi - Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi - Lokið Bæjarráð Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Giljahverfi. Bæjarráð samþykkti að auglýsa tillögunina þann 29. júlí 2010. Deiliskipulagið afmarkast af Hlíðarbraut í austri, Borgarbraut í norðri og opnu svæði í vestri og suðri. Í tillögunni felst endurskoðun og sameining allra fimm áfanga hverfisins í eina heild. Breytingar frá gildandi deiliskipulagi eru m.a. lóðastækkanir nokkurra lóða á jöðrum svæðisins, afmörkun byggingarreita breytt og bætt göngustígakerfi. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 11. ágúst til 22. september 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur. Giljahverfi - deiliskipulagsuppdráttur, tillaga Giljahverfi - skýringaruppdráttur, tillaga Giljahverfi - greinargerð, tillaga Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 22. september 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 11. ágúst 2010 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordurlandamot-i-frjalsithrottum-a-akureyri
Norðurlandamót í frjálsíþróttum á Akureyri Norðurlandamót ungmenna í frjálsum íþróttum undir 20 ára aldri verður haldið á Akureyri 28. og 29. ágúst n.k. Yfir 200 efnilegustu frjálsíþróttamenn Norðurlandanna mæta til leiks og munu Ísland og Danmörk tefla fram sameiginlegu liði að þessu sinni. Mótið fellur inn í dagskrá Akureyrarvöku og munu keppendur og fylgdarlið þeirra eflaust setja svip sinn á bæinn á meðan á móti stendur. Það eru Ungmennasamband Eyjafjarðar og Ungmennafélag Akureyrar sem standa að Norðurlandamótinu fyrir hönd Frjálsíþróttasamband Íslands og verður það haldið á hinum nýja og glæsilega frjálsíþróttaleikvangi við Hamar. Þar er öll aðstaða til fyrirmyndar og starfsfólk tilbúið eftir góða þjálfun á Landsmóti UMFÍ árið 2009. Lokaatriði mótsins verður keppni á milli Norðurlandanna í kirkjutröppuhlaupi sunnudaginn 29. ágúst. Nánari upplýsingar um mótið má sjá HÉR
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikill-ahugi-a-rocky-horror
Mikill áhugi á Rocky Horror Leikfélag Akureyrar opnaði fyrir forsölu á netinu á söngleikinn Rocky Horror í gær og strax um hádegi höfðu mörg hundruð miðar selst. Ekkert lát var á sölu fram eftir degi og greinilegt að stefnir í metsölu. María Sigurðardóttir, leikhússtjóri, segir að aldrei áður hafi miðasala farið af stað af jafnmiklum krafti. Fló á skinni setti aðsóknarmet hjá LA fyrir nokkrum árum en salan á Rocky Horror virðist ætla að verða enn meiri. Rocky Horror verður frumsýnt 10. september í Hofi, Menningarhúsi Akureyringa, í nýjum 500 manna sal þar sem er verið að setja upp eitthvert fullkomnasta hljóðkerfi landsins. Leikstjóri Rocky Horror er Jón Gunnar Þórðarson en leikarar í sýningunni eru þjóðinni vel kunnugir; Magnús Jónsson, sem lék svo eftirminnilega eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Rétti, leikur Frank N Furter, Andrea Gylfadóttir leikur Kolumbíu og er jafnframt tónlistarstjóri sýningarinnar, Bryndís Ásmundsdóttir, úr Tinu Turner sýningunni, leikur Magentu og Eyþór Ingi, sigurvegari úr Bandinu hans Bubba, leikur Riff Raff svo eitthvað sé nefnt. Sala áskriftarkorta LA fyrir leikárið 2010-2011 hefst laugardaginn 14. ágúst og er því mikið annríki hjá starfsfólki Leikfélagsins um þessar mundir. Hægt er að sjá dagskrá leikársins í kynningarblaði LA og Hofs sem dreift hefur verið með Fréttablaðinu um allt land í dag. Forsala aðgöngumiða á Rocky Horror er einungis á netinu á http://www.leikfelg.is/ og áskriftarkortasalan fer fram á netinu, í miðasölunni kl. 13-17 virka daga, eða í síma 4 600 200. Meðfylgjandi mynd er af Andreu Gylfadóttur í hlutverki Kolumbíu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eirikur-bjorn-kominn-til-starfa
Eiríkur Björn kominn til starfa Eiríkur Björn Björgvinsson hóf í dag störf sem bæjarstjóri á Akureyri og hans fyrsta verk var að sitja bæjarráðsfund í morgun. Á fundinum fékk Eiríkur Björn tækifæri til þess að hitta bæjarfulltrúa og þar var einnig gengið frá formlegri ráðningu hans sem bæjarstjóra. Að fundi loknum gekk Eiríkur Björn á milli deilda og heilsaði upp á starfsfólk bæjarins. Eiríkur Björn Björgvinsson fæddist í Reykjavík 6. september 1966. Hann varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla árið 1987, lauk íþróttakennaraprófi á grunn- og framhaldsskólastigi frá Íþróttakennaraskóla Íslands árið 1990 og diplómu frá Íþróttaháskólanum í Köln árið 1994 auk diplómaprófs í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands árið 2000. Eiríkur Björn var æskulýðs- og íþróttafulltrúi Egilsstaðabæjar 1994-1996, íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar 1996-2002 og bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði 2002-2010. Eiginkona hans er Alma Jóhanna Árnadóttir, fædd 29. janúar 1969 á Húsavík. Hún er grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Þau eiga þrjá syni: Árna Björn, 13 ára; Birni Eiðar, 2 ára og Hákon Bjarnar, 6 mánaða. Að sögn Eiríks Björns var dagurinn mjög ánægjulegur. ?Fyrsti dagurinn í nýju starfi er alltaf rólegur og í dag hef ég kynnst mörgu góðu starfsfólki sem ég hlakka til að vinna með. Þrátt fyrir að öll sveitarfélög séu nú að ganga í gegnum erfiða tíma eru að mínu mati mörg tækifæri fyrir Akureyri. Hér er byggt á góðum grunni, enda hefur verið unnin mjög góð vinna hjá bænum á undanförnum árum og því er ástæða til bjartsýni,? segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/songperlur-i-ketilhusinu-a-laugardaginn
Söngperlur í Ketilhúsinu á laugardaginn Síðustu klassísku tónleikar Listasumars á Akureyri 2010 verða í Ketilhúsinu á laugardaginn kl. 17:00. Það eru stórsöngvararnir Alda Ingibergsdóttir, sópran, og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, ásamt píanóleikaranum Helgu Bryndísi Magnúsdóttur sem fleyta rjómann af íslenskum sönglögum, dúettum og óperu aríum. Alda og Jóhann eru bæði starfandi við Íslensku óperuna og hafa komið fram á fjölda tónleika; einsöngstónleikum sem og með öðrum söngvurum. Helga Bryndís er í flokki bestu píanóleikara landsins og hefur haldið einleikstónleika innanlands og erlendis. Húsið opnar fyrir miðasölu kl. 16:00 og miðaverð er kr. 2.500.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskad-eftir-abendingum-um-fallega-garda
Óskað eftir ábendingum um fallega garða Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum um góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins. Sérstaklega verður horft til hönnunar, frágangs lóðar/athafnasvæðis, viðhalds, hirðingar, umgengni, fjölbreytilegs plöntuvals og aðlaðandi götumyndar. Ef þurfa þykir getur dómnefnd ákveðið önnur áhersluatriði og veitt viðurkenningar samkvæmt þeim. Óskað er eftir ábendingum í eftirfarandi flokkum: - Flokkur eldri garða. - Flokkur nýrri garða. - Flokkur raðhúsa/fjölbýlishúsa. - Flokkur fyrirtækja. - Flokkur stofnana. - Fyrirmyndar gata bæjarins. Dómnefnd ákveður hversu margar viðurkenningar eru veittar í hverjum flokki. Heimilt er að fella niður úthlutun viðurkenningar í einstökum flokkum, ef kröfum verður ekki fullnægt. Tekið er á móti ábendingum í netfangi [email protected], í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar og í síma 460 1000 til og með 20. ágúst.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gitartonar-i-akureyrarkirkju
Gítartónar í Akureyrarkirkju Í hádeginu á þriðjudag heldur Arnaldur Arnarson, gítarleikari, einleikstónleika í Akureyrarkirkju og flytur tónlist frá Ítalíu, Frakklandi og Spáni. Á efnisskránni verða verk eftir Giuliani, Castelnuovo-Tedesco, Samazeuilh og Granados. Arnaldur hóf gítarnám í Svíþjóð tíu ára gamall, en útskrifaðist síðan úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar vorið 1977 og tók lokapróf frá Royal Northern College of Music í Manchester 1982. Arnaldur vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu XXI "Fernando Sor" gítarkeppninni í Róm 1992 og hélt sama ár einleikstónleika á Listahátíð í Reykjavík. Hann hefur margoft komið fram á Íslandi og haldið tónleika í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Arnaldur flutti til Barcelona árið 1984 og er þar aðstoðarskólastjóri Luthier tónlistarskólans samhliða kennslu. Hann hefur jafnframt umsjón með mastersnámi í hljóðfæraleik í Ramon Llull háskólanum í Barcelona í samvinnu við Luthier skólann. Arnaldur hefur einnig haldið námskeið í gítarleik og kammertónlist víða um heim og setið í dómnefndum í alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Tónleikarnir hefjast kl. 12:15 þriðjudaginn 17. ágúst og er miðaverð kr. 1000.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ad-verda-hluti-af-heild
?Að verða hluti af heild? Á mánudaginn hófst námskeið fyrir alla skólaliða, matráða, húsverði, stuðningsfulltrúa og fleira starfsfólk grunnskóla Akureyrar og mun standa fram á föstudag. Yfirskriftin er ?Að verða hluti af heild? og eru þátttakendur um 140. Námskeiðið var þróað af SÍMEY-Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar í kjölfar MARKVISS verkefnis sem unnið var í Lundarskóla árið 2009. Verkefnið gekk afar vel og í framhaldinu réðst SÍMEY í útfærslu fyrir alla aðra starfsmenn grunnskóla Akureyrarbæjar. Námskeiðið styrkja Starfsmenntaráð, Mannauðssjóður Kjalar og Sveitamennt ? starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni. Markmið námskeiðsins er að efla starfsfólk og starfsanda og auka kunnáttu á tölvur og ýmsa upplýsingatækni. Auk þess er lögð áhersla á að hvetja starfsfólk til frekari sí- og endurmenntunar. Námskeiðið skiptist í tvo hluta; annars vegar hópefli, þar sem lögð er áhersla á starfsandann, teymisvinnu og einstaklingsframtak, og hins vegar tölvukennslu, þar sem áhersla er lögð á upplýsingalæsi, vefpóst og internetið. Í kjölfar námskeiðsins stendur öllum þátttakendum til boða viðtal með náms- og starfsráðgjafa hjá SÍMEY til að skoða frekari möguleika á námi eða annarri uppbyggingu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolbreytt-dagskra-sinfoniuhljomsveitarinnar
Fjölbreytt dagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar Mikil fjölbreytni einkennir komandi starfsár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem hefst þann 29. ágúst nk. með Hátíðartónleikum. Þar mun píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson halda einleikstónleika undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Á efnisskrá verður Píanókonsert eftir E. Grieg, Sinfónía nr. 9 eftir A. Dvorák og einnig verður frumflutt tónverk Hafliða Hallgrímssonar, HYMNOS, sem samið er í tilefni opnunar Hofs. Sala áskriftarkorta hófst 12. ágúst sl. og fer fram í Hofi og í síma 450-1000. Í lok október verður flutt verkið Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofieff sem sviðsett verður með leikbrúðum og sett upp í samstarfi við Brúðuheima í Borgarnesi og Leikfélag Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin verður svo í sannkölluðu jólaskapi þegar haldnir verða Aðventutónleikar með systkinunum Páli Óskari og Diddú þann 4. desember. Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á nýju ári fara fram þann 9. janúar undir yfirskriftinni Slagverk og strengir með Hjörleif Örn Jónsson slagverksleikara í aðalhlutverki. Rokkáhugamenn fá sitthvað fyrir sinn snúð 5. febrúar þegar súpergrúppan Dúndurfréttir kemur norður yfir heiðar og setur upp ásamt Sinfóníuhljómsveitinni hið þekkta verk Pink Floyd, The Wall í útsetningu Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar. Tónleikaröðin Klassík í Hofi verður haldin þann 24. febrúar þegar fram koma strengjakvartett og blásarakvintett Sinfóníuhljómsveitarinnar. Um páskana verður tekist á við stór hljómsveitarverk og má þar m.a. nefna Myndir á sýningu eftir M. Mussorgsky og verk eftir D. Shostakovich og P. I. Tchaikovsky. Þann 14. maí verður á dagskrá samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitarinnar og Tónlistarskólans á Akureyri þegar skólinn fær til liðs við sig danska 60 manna unglingahljómsveit frá Kaupmannahafnarsvæðinu. Einnig eru í vetur ráðgerðir tvennir tónleikar í samstarfi við Græna hattinn. Fyrri tónleikarnar fara fram þann 11. september þegar Gunnar Þórðarson flytur tónlist úr Vísnabókinni og hinir seinni verða 5. nóvember þar sem hljómsveitin Hjaltalín leikur með kammersveit skipuð félögum úr Sinfóníuhljómsveitinni. Það má því með sanni segja að framundan sé áhugaverð og fjölbreytt vetrardagskrá. Miðasala og sala áskrifatkorta er nú í fullum gangi og kostar kort á ferna tónleika kr. 7.900 og fá korthafar einnig 30% afslátt á aðra tónleika hljómsveitarinnar. Sala áskriftarkorta fer fram í Hofi og í síma 450-1000 og verður takmarkaður fjöldi korta í sölu. Allir ofangreindir tónleikar munu fara fram í Hofi. Sjá nánari upplýsingar um Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á sinfonianord.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/undirskriftalisti-afhentur
Undirskriftalisti afhentur Orri Gautur Pálsson afhenti í gær Geir Kristni Aðalsteinssyni, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, undirskriftalista þar sem fyrirhuguðum breytingum á suðurhluta miðbæjarskipulagsins er mótmælt. Áætlað er að byggja skyndibitastað frá KFC og bensínstöð við Hafnarstræti og vilja mótmælendur halda í sögulega götumynd Akureyrarbæjar. Á rúmri viku skrifuðu 1800 manns nafn sitt á listann, sem var aðgengilegur á netinu. Að sögn Geirs Kristins bárust ekki fleiri athugasemdir varðandi málið og það yrði afgreitt fljótlega.
https://www.akureyri.is/is/frettir/golfklubbur-akureyrar-75-ara
Golfklúbbur Akureyrar 75 ára Í dag fagnar Golfklúbbur Akureyrar 75 ára afmæli sínu og af því tilefni verður opið hús í félagsheimili klúbbsins á Jaðri. Dagskrá hefst kl. 18:00 og verða léttar veitingar í boði ásamt ræðuhöldum og uppákomum. Á morgun hefst svo Sveitakeppni GSÍ í flokki eldri kylfinga og taka alls 15 sveitir þátt. Það verður því líf og fjör á golfvellinum næstu daga. Stofnfundur Golfsklúbbs Akureyrar fór fram í samkomuhúsinu Skjaldborg þann 19. ágúst 1935 og mættu 27 manns til fundarins. Á fundinum voru m.a. ræddar hugmyndir um landrými og skipuð var undirbúningsnefnd til að athuga með kaup eða leigu á landi. Að lokum var útbúinn 6 holu golfvöllur á Gleráreyrum, en holunum fjölgaði þó í 9 á tímabili. Í dag eru félagsmenn í Golfklúbbi Akureyrar tæplega 700 og fjölgar sífellt. Því hefur verið ráðist í umfangsmiklar endurbætur á golfvellinum sem á að ljúka innan fárra ára. Að þeim loknum stendur til að koma upp nýjum golfvelli á svæðinu umhverfis Jaðar og ekki veitir af enda mikil uppsveifla í golfinu um þessar mundir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eirikur-jon-gnarr-og-rocky-horror-a-menningarnott
Eiríkur, Jón Gnarr og Rocky Horror á Menningarnótt Akureyri verður sérstakur gestur á Menningarnótt í Reykjavík sem fram fer um helgina. Byrjað verður kl. 13:00 í Íslandstjaldinu við Ferðamálastofu á leiðtogafundi Eiríks Björns Björgvinssonar bæjarstjóra og Jóns Gnarr borgarstjóra, þar sem sá fyrrnefndi mun hafa leyndardómsfulla gjöf í farteskinu. Gjöfin verður í senn nytsamleg, falleg og alveg sérstaklega norðlensk! Í kjölfarið verða svo skemmtilegir viðburðir víða um borgina; Björn Þorláksson bæjarlistamaður les úr verkum sínum í Eymundsson í Austurstræti, Jana María söng- og leikkona flytur dagskrá með lögum Helenar Eyjólfsdóttur í Iðnó og í Íslandstjaldinu, tríóið ?Les triples? flytur sömuleiðis gullin lög sveipuð dýrðarljóma í Iðnó og leikarar frá Leikfélagi Akureyrar koma fram í Rocky Horror á risatónleikum við Arnarhól. Þar munu þeir flytja lag úr sýningunni sem frumsýnd verður þann 10. september n.k. í Hofi -menningarhúsi. Hér að neðan má sjá tímasetningar viðburðanna: 13.00. Leiðtogafundur í Íslandstjaldinu við Ferðamálastofu að Geirsgötu 9. Bæjarstjórinn á Akureyri hittir borgarstjórann í Reykjavík og hefur með sér leyndardómsfulla gjöf. 15.00 og 16.30. Bæjarlistamaðurinn viðraður. Björn Þorláksson rithöfundur les úr útkomnum og óbirtum verkum sínum í Eymundsson í Austurstræti. 16.00. Sögulegir söngfuglar frá Akureyri. Leik- og söngkonan Jana María flytur lög sem akureyski söngfuglinn Helena Eyjólfsdóttir gerði fræg á sínum tíma. Hugljúf stund í tali og tónum í betri stofu Iðnó. 19.30 Sögulegir söngfuglar í Íslandstjaldinu. Jana María hefur upp raust sína að nýju. 20.00. Til allra átta og til baka. Akureyrarsöngtríóið ?Les Triples? kemur fram í Iðnó og flytur gullin lög sveipuð dýrðarljóma, borin fram með rjóma. 22.00 Rocky Horror og Leikfélag Akureyrar. Leikarar frá Leikfélagi Akureyrar flytja lag úr sýningunni sem frumsýnd verður í Hofi - menningarhúsi á Akureyri þann 10. september nk. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, á leiðinni til Reykjavíkur með gjöfina góðu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsmot-aeskulydsfelaga-a-akureyri-i-oktober
Landsmót æskulýðsfélaga á Akureyri í október Landsmót æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar fer fram á Akureyri helgina 15.-17. október næstkomandi. Yfirskrift mótsins er "Frelsum þrælabörn á Indlandi" og er takmarkið að skapa ýmis verðmæti til styrktar þrælabörnum á Indlandi. Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar stendur árlega fyrir landsmóti æskulýðsfélaga, sem er hápunktur æskulýðsstarfsins á ári hverju. Skipuleggjendur gera ráð fyrir 700 til 1000 þátttakendum víðsvegar að af landinu og er mótið opið öllum æskulýðsfélögum sem starfa í kirkjum landsins og unglingadeildum sem starfa á vegum KFUM og KFUK. Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar á sér yfir 60 ára sögu sem rekja má til þeirra tíma þegar prestar kirkjunnar hópuðust með nýfermd ungmenni á mót víðsvegar um landið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodastofan-flytur-i-radhusid
Alþjóðastofan flytur í Ráðhúsið Alþjóðastofan á Akureyri, sem hefur verið til húsa í Rósenborg, mun á morgun flytja aðsetur sitt í Ráðhúsið og vera með skrifstofu á fjórðu hæð hússins. Alþjóðastofan (Akureyri Intercultural Center) er málsvari útlendinga og vettvangur málefna þeirra. Starfsemi Alþjóðastofu byggir á upplýsingaþjónustu, ráðgjöf og fræðslu við útlendinga, miðlun túlka og almennri fræðslu um útlendingamál í fyrirtækjum, skólum og stofnunum. Núverandi verkefnisstjóri fjölmenningarmála er Guðrún Kristín Blöndal. Netfang Guðrúnar er [email protected] og opnunartími Alþjóðastofu er sem hér segir: Mánudagar: 08:00-12:00 Þriðjudagar: 8:00-12:00 Miðvikudagar: 8:00-16:00 Fimmtudagar: 8:00-12:00 Föstudagar: lokað Á fimmtudögum mun Pawel Pálsson, pólskumælandi ráðgjafi, vera til viðtals frá kl. 14:00-16:00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lay-low-og-80-nordlenskir-listamenn-aefa-stift
Lay Low og 80 norðlenskir listamenn æfa stíft Æfingar fyrir fyrstu stórtónleika Hofs ? menningarhúss hófust sl. föstudag. Tónleikarnir verða afar umfangsmiklir, en þar kemur tónlistarkonan Lay Low fram ásamt hátt í 80 norðlensku tónlistarfólki. Tónleikarnir fara fram á nk. föstudagskvöld kl. 19:30, en vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukatónleikum kl. 22:30. Um er að ræða dagskrárlið á Akureyrarvöku og í fjölbreyttri opnunarhátíð Hofs. Bein útsending verður frá fyrri tónleikunum á Rás 2. Efnisskrá tónleikanna samanstendur annars vegar af tónlist sem Lay Low hefur samið og hins vegar af tónlist norðlenskra höfunda. Útsetningar unnu þeir Daníel Þorsteinsson, Hjörleifur Örn Jónsson og Eyþór Ingi Jónsson, en þeir taka jafnframt allir þátt í flutningi á tónleikunum. Að sögn Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur, fiðluleikara, sem hefur unnið að undirbúningnum, ganga æfingar framar vonum og er mikil tilhlökkun í hópnum. Auk Lay Low koma fram á tónleikunum Kammerkórinn Ísold, Eyþór Ingi Jónsson, Kór Hrafnagilsskóla, María Gunnarsdóttir, strengjasveit, Daníel Þorsteinsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, blásarakvartett, Vilhjálmur Ingi Sigurðarson, slagverkssveit, Rokksveitin Malignant Mist, Helgi Þórsson, Helena Eyjólfsdóttir, Ivalu Birna Falck-Petersen, Hallgrímur Jónas Ingvason, Hjörleifur Örn Jónsson og Stefán Ingólfsson. Eins og áður kom fram er miðasala hafin og vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukatónleikum. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 19:30 og þeir seinni kl. 22:30. Miðaverð er kr. 1.500, en frítt verður fyrir alla þá sem eru 20 ára eða yngri og hægt er að nálgast boðsmiða í miðasölu Hofs. Nánari upplýsingar um miðasölu og viðburði fyrsta starfsárs Hofs ? menningarhúss má finna á vefnum menningarhus.is. Dagskrá Akureyrarvöku má sjá HÉR. Myndirnar hér að neðan voru teknar um helgina þegar Lay Low hóf æfingar með norðlenska tónlistarfólkinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-staekkun-golfvallar-ad-jadri
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Stækkun golfvallar að Jaðri Skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar kynnir, í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Breytingin fellst í að svæði fyrir golfvöllinn stækkar til norðurs og austurs, úr 77,3 ha í 91,8 ha. Íþrótta og útivistarsvæði minnkar um 2,5 ha. Skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði innan golfvallarins. Drög að aðalskipulagsbreytingu fyrir golfvöll Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð 25. ágúst 2010 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/polskir-gestir-i-punktinum
Pólskir gestir í Punktinum Í fyrravor tók handverksmiðstöðin Punkturinn þátt í Evrópuverkefni þar sem starfsfólk Punktsins heimsótti pólska listamenn í listaakademíu Lucznica í nágrenni Varsjá. Ferðin heppnaðist vel í alla staði og ákveðið var að bjóða pólsku listamönnunum til Akureyrar á haustdögum. Þeir eru nú hingað komnir og hafa hreiðrað um sig í listasmiðjum Punktsins þar sem unnið er á milli kl. 10:00-16:00. Tveir af gestunum, listakonurnar Aleksandra Herisz og Zofia Bisiak, opnuðu sýningu á mánudaginn á batik og pappírsverkum í anddyri Amtsbókasafnsins. Sýningartími er á opnunartíma safnsins alla virka daga kl. 10:00-19:00. Sýningunni lýkur á föstudaginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarfulltruar-a-sidfraedinamskeidi
Bæjarfulltrúar á siðfræðinámskeiði Þessa dagana sitja bæjarfulltrúar og nefndarformenn L-listans siðfræði námskeið hjá Guðmundi Heiðari Frímannssyni siðfræði prófessor og Grétari Þór Eyþórssyni, stjórnmálafræði prófessor við Háskólann á Akureyri. ?Vandi fylgir vegsemd hverri og völdum fylgir ábyrgð,? segir Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs. ?Í kjölfar þess að við fengum hreinan meirihluta í kosningunum í vor ákváðum við að leita til Guðmundar Heiðars Frímannssonar og biðja hann um að setja upp námskeið fyrir okkur.? Námskeiðið hófst í gær í Háskóla Akureyrar að Borgum við Norðurslóð og stóð frá kl. 16:30-19:30. Síðari hluti námskeiðsins fer fram í dag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gudir-og-menn-i-listasafninu
Guðir og menn í Listasafninu Á Akureyrarvöku, laugardaginn 28. ágúst kl. 15:00, verða tvær ljósmyndasýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar hin árlega sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands og hins vegar sýning á myndröðinni Trú eftir norska ljósmyndarann Ken Opprann. Veitt voru verðlaun í sjö flokkum fyrir bestu myndir liðins árs ? fréttamynd ársins, íþróttamynd ársins, portrettmynd ársins, tímaritsmynd ársins, umhverfismynd ársins, daglegt líf-mynd ársins og myndröð ársins ? en í þetta sinn verður litið framhjá þessari flokkun íslensku blaðaljósmyndaranna og fókusinn settur á sólmyrkvann sem lagðist yfir land og þjóð í kjölfar efnahagshrunsins; búsáhaldabyltinguna, gerendur og þolendur, glundroðann og óborganlega minnisvarða hins meinta hugmyndafræðilega gjaldþrots nýfrjálshyggjunnar. Myndirnar eru í ólgandi litum, ágengar og átakanlegar, teknar á stafrænar vélar af dýrustu sort sem fanga hvæsandi hita andartaksins í margra megabæta upplausn. Til samanburðar tekur Opprann sínar myndir á filmu í svarthvítu með gömlu aðferðinni. Íslenskur veruleiki, linnulausar erjur í bland við niðurdrepandi múgæsinginn, víkur fyrir kyrrlátri sjálfsskoðun, skarkali ytri veruleika fyrir bljúgri bæn, hér og nú fyrir því tímalausa. Í fimmtán ár ferðaðist Ken Opprann (f. 1958) um heiminn og ljósmyndaði fólk, sem aðhyllist öll helstu trúarbrögð heims, á fundi við guðdóminn. Hér gefur að líta áhrifamiklar ljósmyndir sem lýsa kristnum mönnum, múslimum, gyðingum, hindúum og búddistum við andlega iðkun sína. Opprann var viðstaddur ótal mikilvægar trúarhátíðir, vitjaði sögufrægra helgistaða allra þessara trúarbragða og leitaðist við að festa tjáningu trúarinnar á mynd, hvort sem hana bar fyrir augu á opinberum stöðum eða einkalegum. Þó að blæbrigðin séu mörg eiga allar þessar myndir sinn sameiginlega svip. Þar fer saman falslaus einlægni og þrotlaus leit að þeim mætti sem veitt getur hvíld frá hamagangi okkar rótlausu veraldar. Sýningin á myndum Kens Opprann er haldin í samvinnu við forlagið Opnu, sem hefur gefið út bókina Trú með myndum eftir Opprann og fróðlegum textum sérfræðinga í helstu trúarbrögðum heims. Með bók sinni leitast höfundurinn við að byggja brú milli ólíkra trúarbragða og auka samkennd okkar fyrir framandi trúarbrögðum og siðum þvert á öll landamæri. Sýningu Blaðaljósmyndarafélagsins fylgir einnig veglegur katalógur, Myndir ársins, sem forlagið Sögur gaf út og fást bæði ritin í Listasafninu. Í klefa vestursalar Listasafnsins hefur verið komið upp hefðbundnu myrkraherbergi þar sem gestir fá að kynnast framköllun og stækkun mynda frá filmu yfir á pappír. Hér sýna meðlimir í Áhugaljósmyndaklúbbi Akureyrar ljósmyndir teknar á filmu og þau tæki, efni og vinnuaðferðir sem þeir beita í aðstöðu félagsins, sem starfað hefur í tvo áratugi í bænum. Per Landrö, menningarfulltrúi norska sendiráðsins, opnar sýninguna. Daginn eftir, sunnudaginn 29. ágúst kl. 17, mun Ken Opprann halda erindi um list sína í Deiglunni á Akureyri og er aðgangur ókeypis. Sýningarnar standa til 17. október. Listasafnið er opið alla daga frá kl. 12:00?17:00 og er aðgangur ókeypis í boði Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/draugaslod-i-innbaenum
Draugaslóð í Innbænum Skerandi óp, dularfullur andardráttur, drungaleg tónlist, draugasögur og verur frá öðrum heimi eru á meðal þess sem gestir og gangandi munu heyra og sjá í Innbænum, elsta hluta Akureyrar, í kvöld kl 22:30. Þá verða sagðar draugasögur, flestar sannar, í Minjasafnsgarðinum, við Friðbjarnarhús, Gamla spítalann og Laxdalshús. Í myrkrinu sem umlykur Innbæinn í kvöld verður erfitt að gera greinarmun á verum þessa heims og annars. Þetta kyngi magnaða kvöld hefst á Minjasafninu sjálfu þar sem gestir safnsins munu virða fyrir sér sýningar þess með öðrum hætti en áður og dulúð og draugalegheit munu ráða ríkjum. Vert er að benda á að dagskráin getur skotið börnum og viðkvæmu fólki skelk í bringu. Það er Minjasafn Akureyrar, Leikfélag Akureyrar og Leikfélag Hörgdæla sem hafa veg og vanda að Draugagöngunni. Enginn aðgangseyrir er að safninu á föstudag og laugardag sem er að venju opið frá kl 10:00-17:00 og á þeim tíma er ekkert að óttast.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-fer-fram-um-helgina
Akureyrarvaka fer fram um helgina Akureyrarvaka verður haldin með glæsibrag um helgina og þar með lýkur formlegri dagskrá Listasumars. Að þessu sinni fer Akureyrarvakan fram yfir heila helgi sem er nýlunda. Setningin fer að venju fram í Lystigarðinum í kvöld kl. 20:00 og í kjölfar hennar hefst Draugaganga Minjasafnsins. Á fjölbreyttri dagskrá Akureyrarvöku eru yfir 60 viðburðir og þeim fjölgar enn. Akureyrarvaka er síðasti liður Listasumars, en jafnframt afmælishátíð Akureyrarbæjar sem verður 148 ára á sunnudag. Á síðustu árum hefur sú hefð skapast að miðbær Akureyrar breytist í leikhús á Akureyrarvöku og engin undantekning verður þar á í ár. Taumlaust Karnival hefst í Listagilinu annað kvöld og verður hápunktur Akureyrarvöku. Hátt í 200 manns munu koma að viðburðinum sem hefst kl. 21:00. Á meðal annarra viðburða má nefna opnanir í Listagilinu og í Listasafninu, aríur Heimis Ingimarssonar í Samkomuhúsinu, vígslu nýbyggingar Háskóla Akureyrar, Iceland Airwaves á Græna hattinum, formlega opnun Hofs, barnagleði í Miðbænum og margt fleira. Alla dagskrá Akureyrarvöku má sjá á visitakureyri.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnun-menningarhussins-hofs
Opnun Menningarhússins Hofs Á morgun kl. 16:00 verður Menningarhúsið Hof vígt. Glæsileg opnunardagskrá hófst í dag kl. 11:00 með sýningunni Tilraunalandið sem fer fram utan við húsið og að auki verða myndlistarsýningar Guðnýjar Kristmannsdóttur og Myndlistarfélagsins opnaðar síðar í dag. Veitingastaðurinn 1862 Nordic Bistro og Hrím hönnunarhús hefja starfsemi sína í húsinu og deginum lýkur svo með tvennum stórtónleikum Lay Low og norðlenskra tónlistarmanna. Dagskrá opnunarhátíðarinnar er fjölbreytt og mun fjöldi listamanna leggja sitt af mörkum til þess að gera opnunardagskrána sem áhugaverðasta og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskrána í heild sinni má sjá HÉR. Saga Hofs Árið 1999 ákvað ríkisstjórn Íslands að veita stofnstyrki til uppbyggingar menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins með það að markmiði að bæta aðstöðu til menningar- og listastarfsemi og efla um leið þá starfsemi. Á fundi ríkisstjórnar 11. febrúar 2003 var ákveðið að veita einum milljarði króna til byggingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum. 7. apríl sama ár undirrituðu Tómas Ingi Olrich, þáverandi menntamálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, þáverandi bæjarstjóri á Akureyri, samkomulag um byggingu menningarhúss á Akureyri. Skipuð var verkefnisstjórn, sem gerði tillögu um starfsemi í fyrirhuguðu menningarhúsi. Miðað skyldi við að húsið yrði um 3.500 m² og heildarkostnaður við verkið yrði ekki meiri en 1.200 m.kr. á verðlagi apríl 2003. Verkefnisstjórnin skilaði greinargerð í byrjun nóvember 2003 til menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar. Í lok greinargerðarinnar var m.a. lagt til að menningarhúsið á Akureyri yrði á uppfyllingunni sunnan Strandgötu og austan Glerárgötu. Að efnt yrði til opinnar samkeppni um hönnun hússins í samræmi við samkeppnisreglur AÍ og að skipuð yrði 5 manna dómnefnd til að sjá um samkeppnina og skila niðurstöðum til menntamálaráðuneytis og Akureyrarbæjar. Í kjölfarið var skipuð dómnefnd til að hrinda þessu verki í framkvæmd. Hönnunarsamkeppni vegna byggingar menningarhúss á Akureyri var svo haldin árið 2004. Samtals bárust 33 tillögur í samkeppnina en dómnefndin valdi tillögu teiknistofunnar Arkþings í samstarfi við Arkitema. Höfundar völdu hringformið en í gegnum bygginguna liggur einhverskonar ?fljót? eða göngugata sem skiptir húsinu í tvennt. Húsið yrði klætt að utan með íslensku stuðlabergi. Við hönnun menningarhússins kom fram sú hugmynd að bæta við einni hæð og hafa Tónlistarskólann á 3. hæð menningarhússins. Með þessari hugmynd var einkum horft til þess að tónlistarskóli í sömu byggingu myndi glæða menningarhúsið lífi, miklir möguleikar væru á samnýtingu á rými og tónlistarskólinn fengi bestu mögulegu úrlausn. Í framhaldinu voru gerðar áætlanir varðandi stærð og kostnað. Þær gerðu ráð fyrir 1.200 m² auk 600 m² sem koma til með að samnýtast með starfsemi menningarhússins. Skrifað var undir samning við hönnuði hússins að lokinni samkeppni í júní 2005 og var ákveðið að hanna tónlistarskólann samhliða hönnun menningarhúss. Heildarstærð húss var áætluð um 4700 m². Aðalhönnuður menningarhússins er Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík. Samstarfsaðilar Arkþings voru: Arkitema, Fredriksgade 32, DK-8000 Århus TÓV ehf., Óðinstorgi 7, 101 Reykjavík (burðarþol) VST ehf., Glerárgötu 30, 600 Akureyri (jarðvinna-stálþil) VN ehf., Hofsbót 4, 600 Akureyri (lagnir og loftræsing) Raftákn ehf., Glerárgata 34, 600 Akureyri (raflagnir og stjórnkerfi) Akustikon ab í Svíþjóð í samvinnu við Verkís hf, Ármúla 4, Reykjavík (hljóðtæknihönnun) · VSI ehf., Hamraborg 11, 200 Kópavogur (brunahönnun) Helstu verktakar voru: Árni Helgason (Jarðvegsskipti og grundun) Ístak hf (Uppsteypa) Rafmenn ehf. (Rafkerfi) Útrás ehf (Stálsmíði) Klemenz Jónsson ehf, (Dúklögn) Völvusteinn ehf (Gifsveggir o.fl.) Blikkrás ehf (Loftræsting) KONE ehf (Lyftur) Málningarmiðstöðin (Málun) Magnús Gíslason ehf (Múrverk) Haraldur Helgason (Pípulögn) Skóflustunga að Menningarhúsinu var tekin laugardaginn 15. júlí 2006 en framkvæmdir hófust í ágúst 2006. Þegar framkvæmdir við grunn hússins hófust kom fram talsvert sig og einnig seig jarðvegur mishratt og mismikið og var í kjölfarið ákveðið setja kjallara undir allt húsið. Vegna stækkunar á kjallara um 2.300 m² og ýmissa breytinga á hönnunarferli hefur húsið stækkað um 537 m². Breytinguna má skýra m.a. með stækkun á veitingaaðstöðu, verslunarrými, tónlistarskóla og forsal tónlistarsalar ásamt ýmsum öðrum úrbótum sem gerðar voru á hönnunartíma. Forsendur verkefnisins hafa því breyst mikið frá því sem kemur fram í samkeppnisgögnum eins og sést á þessu, brúttó stærð húss hefur farið úr 3.500 m² í 7.413 m². Í samkeppni um nafn á byggingunni bárust alls 338 tillögur um 241 nafn á húsinu. Dómnefnd sem skipuð var Braga V. Bergmann, ráðgjafa, Margréti Jónsdóttur, leirlistakonu og Sverri Páli Erlendssyni, menntaskólakennara, komst að einróma niðurstöðu um að húsið skyldi hljóta nafnið Hof. Efni tekið af heimasíðu Menningarhússins Hofs: menningarhus.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikill-mannfjoldi-i-hofi-um-helgina
Mikill mannfjöldi í Hofi um helgina Vígsla Menningarhússins Hofs var hluti af Akureyrarvöku og stóð opnunarhátíðin yfir alla helgina. Lay Low og norðlenskir tónlistarmenn gáfu tóninn strax á föstudagskvöldinu og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lokaði dagskránni í gær með Hátíðartónleikum. Hrím hönnunarhús opnaði verslun í húsinu og veitingastaðurinn 1862 Nordic Bistro hóf rekstur. Einnig fór fram fyrir utan húsið hin lifandi og gagnvirka sýning Tilraunalandið þar sem vísindin voru kynnt á óvenjulegan og skemmtilegan hátt með þátttöku gesta auk þess sem opnaðar voru myndlistarsýningar Guðnýjar Kristmannsdóttur og Myndlistarfélagsins. Formleg vígsla Hofs fór fram á laugardaginn að viðstöddum forsetahjónum Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og Dorrit Moussaieff. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lék í upphafi samkomunnar verkið Hymnos op. 45 eftir Hafliða Hallgrímsson, sem samið var sérstaklega í tilefni opnunarinnar. Að auki komu þar fram Kristján Jóhannsson, sönghópurinn Hymnodia, undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, og Lay Low ásamt norðlenskum tónlistarmönnum. Ávörp fluttu Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Ingi Björnsson formaður byggingarnefndar Hofs, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Karl Frímannsson formaður stjórnar menningarfélagsins Hofs. Kynnar voru leikarafeðginin Þráinn Karlsson og Hildigunnur Þráinsdóttir. Sérstakur gæðastjóri var leikarinn Kristján Ingimarsson sem fór á kostum við athöfnina og ómuðu hlátrasköll í salnum hvað eftir annað. Hof var fullt af fólki allan laugardaginn og gafst gestum og gangandi tækifæri til þess að kynna sér fjölbreytta starfsemi hússins frá kl. 21:00-01:00. Hápunktur kvöldsins var þegar bæjarbúar tóku ?húsið yfir? með táknrænum hætti og leystu risastóra slaufu sem bundin var við húsið. Enn fór Kristján á kostum og nú í hlutverki byltingarhetjunnar Kingimars sem stjórnaði ?yfirtökunni?. Lét hann meðal annars bera sig á stórum fleka að Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra og saman fengu þeir viðstadda til þess að leysa slaufuna. Í gær, á lokadegi opnunarhátíðarinnar, var boðið upp á dagskrá tileinkaða yngstu kynslóðinni á sérstökum fjölskyldumorgni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sló svo botninn í hátíðina með Hátíðartónleikum þar sem hún flutti tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson, E. Grieg og A. Dvorák undir stjórn Guðmunda Óla Gunnarssonar. Einleikari var Víkingur Heiðar Ólafsson. Að baki er viðburðarík og söguleg helgi sem allir Akureyringar geta verið stoltir af. Myndirnar hér að neðan voru teknar í Hofi á föstudag og laugardag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnud-akureyrarvaka-1
Vel heppnuð Akureyrarvaka Að venju var Akureyrarvaka haldin með tilþrifum síðustu helgina í ágúst og umleið var fagnað 148 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar. Mikill mannfjöldi sótti viðburði um allan bæ enda dagskráin glæsileg og stóð yfir heila helgi, sem er nýlunda. Notaleg og róleg stemmning var í bænum, allt fór vel fram og fólk var með bros á vör. Akureyrarvöku lauk í gær við Sundlaug Akureyrar með tónleikum pönk hljómsveitarinnar Buxnaskjónar. Vakan hófst strax kl. 06:00 á sl. föstudagsmorgun við Myndlistaskólann þar sem opnuð var sýning þeirra Þorsteins Gíslasonar og Kristjáns Péturs Sigurðssonar, Fiskisaga/ Tilbrigði við þorsk. Við tók þétt dagskrá þar sem yfir 60 viðburðir fóru fram víðsvegar um bæinn. Setningin var að venju í Lystigarðinum og talið er að um 500 manns hafi notið þar viðburða í upplýstum rjóðri garðsins. Við tók Draugaslóð Minjasafnsins í Innbænum þar sem öll götuljós voru slökkt til þess að sögumenn fengu að njóta sín. Síðar um kvöldið steig hljómsveitin Myrká á svið í Rýminu og hljómsveitin Völva hélt útitónleika á miðnætti við íþróttahús Laugargötu. Á laugardaginn fóru leikskólabörn frá Hólmasól í siglingu á Húna II og sendu friðarflöskuskeyti út í heim. Í miðbænum var staðið fyrir skemmtidagskrá fyrir börn þar sem Einar einstaki framkallaði töfrabrögð og Sirkus Artika sýndi listir sínar. Opnanir voru í galleríum í Listagilinu auk þess sem opnaðar voru tvær sýningar í Listasafninu. Einnig er vert að geta sýninga Þorgils Gíslasonar, Tómslög, sem byggðist á samræðum Bessa Bjarnasonar og Guðmundar Jaka, og Birgis Sigurðssonar, Aðalnámskrá Grunnskólanna. Um kvöldið ómaði í lúðrum í Listagilinu og þar með hófst Karnival sem stýrt var af Bryndísi Ásmundsdóttur. Komu þar fram hljómsveitirnar Sjálfsprottin Spévísi, Bloodgroup auk Marimba sveitar. 5 ungir eyfirskir hönnuðir sýndu hönnun sína og á kirkjutröppunum var komið fyrir mótorhjólum á hverjum palli. Hápunktur kvöldsins var svo þegar leikarar Leikfélags Akureyrar fluttu lag úr Rocky Horror og eitt hjólanna brunaði niður kirkjutröppurnar. Sannarlega frábær lokahnykkur á Akureyrarvöku. Myndirnar hér að neðan tók Hugi Hlynsson á Akureyrarvöku um helgina.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hver-er-tilgangur-lifsins
\"Hver er tilgangur lífsins?\" Á miðvikudaginn kl. 20:00 verður kynningarkvöld í Sunnuhlíðarsal KFUM og KFUK á 10 vikna Alfa-námskeiði um kristna trú sem ber yfirskriftina "Hver er tilgangur lífsins?". Námskeiðið hefur notið gríðarlegra vinsælda og náð útbreiðslu um allan heim. Flest allar íslenskar kristnar kirkjudeildir hafa tekið námskeiðið upp á sína arma og hafa þátttakendur skipt þúsundum. Hver tími hefst kl. 18:00 með málverði og að honum loknum er þátttakendum skipt í hópa þar sem fyrirlestur og umræður fara fram. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur er umsjónarmaður, en Dögg Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur og Fjalar Freyr Einarsson, grunnskólakennari sjá um fyrirlestrana og leiða umræður. Nánari upplýsingar eru í síma 462 6702 alla virka daga frá kl. 10:00 til 12:00. Námskeiðsgjald er kr. 5.000.
https://www.akureyri.is/is/frettir/umsaekjendur-um-stodu-verkefnastjora-atvinnumala
Umsækjendur?um stöðu verkefnastjóra atvinnumála Í gær rann út umsóknarfrestur um stöðu verkefnastjóra atvinnumála hjá Akureyrarbæ og alls bárust 47 umsóknir um starfið. Verkefnastjóri atvinnumála mun vinna í nánum tengslum við fyrirtæki bæjarins og stuðningsaðila atvinnulífsins á svæðinu. Umsækjendur eru þessir í engri sérstakri röð: Ólöf Vigdís Guðnadóttir Anna Aðalsteinsdóttir Reynir Albert Þórólfsson Ólafur Þór Magnússon Bergur Þorri Benjamínsson Sigrún Vésteinsdóttir Ingi Karl Sigríðarson Hjalti Sigurbergur Hjaltason Edda Kamilla Örnólfsdóttir Guðrún Pálmadóttir María Stefánsdóttir Elín Sigríður Eyjólfsdóttir Dagný Rut Haraldsdóttir Stefán Pedro Cabrera Arna Bryndís Baldvinsdóttir Valbjörg B. Fjólmundsdóttir Guðmundur Jóhannsson Ingibjörg Jónsdóttir Pétur Halldórsson Brynhildur Kristinsdóttir Helgi Jónasson Arna Arnardóttir Björk Sigurgeirsdóttir Linda Rós Reynisdóttir Arnaldur Birgir Magnússon Birna Ágústsdóttir Karl Eskil Pálsson Ingi Steinar Ellertsson Sigrún María Bjarnadóttir Húni Heiðar Hallsson Hjörtur Narfason Guðni Örn Hauksson Sigurbjörg Rún Jónsdóttir Rúnar Þór Björnsson Jóhann Tryggvi Arnarson Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir Sverrir Lange Rúnar Fossádal Árnason Sigríður Eva Rafnsdóttir Björn Sigurður Lárusson Jón Ólafur Valdimarsson Haukur Nikulásson Haukur Ísbjörn Jóhannsson Björgvin Björgvinsson Sævar Pétursson Árni Konráð Bjarnason Magnús Már Þorvaldsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/opinn-ibuafundur-um-stadsetningu-nys-hjukrunarheimilis-2
Opinn íbúafundur um staðsetningu nýs hjúkrunarheimilis Skipulagsdeild f.h. Akureyrarbæjar býður til opins íbúafundar fimmtudaginn 2. september kl. 20:30 í Síðuskóla. Umræðuefni: Staðsetning nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri og mun Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri stýra fundinum. Dagskrá fundarins: Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs Brit Bieltvedt, frá öldrunarheimilum Akureyrar, kynnir Eden hugmyndafræðina Fanney Hauksdóttir, arkitekt frá AVH, kynnir útfærslu á Eden hugmyndafræðinni í byggingum Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsstjóri, kynnir hugmyndir að staðsetningu við Vestursíðu og í Naustahverfi Opnar umræður og fyrirspurnir Allir velkomnir Skipulagsstjóri Akureyrar
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenningar-fyrir-fallega-garda-arid-2010
Viðurkenningar fyrir fallega garða árið 2010 Fyrr í mánuðinum óskaði Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar eftir ábendingum frá bæjarbúum um góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins. Fjölmargar ábendingar bárust sem allar voru skoðaðar auk garða víða um bæinn. Í valnefndinni voru: Guðrún Björgvinsdóttir verkstjóri garðyrkjumála, Ásta Camilla Gylfadóttir landslagsarkitekt, Björgvin Steindórsson forstöðumaður Lystigarðsins og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála. Þingvallastræti 27 Eigendur: Einar Örn Gunnarsson og María Jóhannsdóttir Gamall garður með fallegri aðkomu þar sem gróður í timburkerum og stéttar eru í aðalhlutverki. Einnig má sjá falleg ljósker sem lífga upp á aðkomuna. Á baklóðinni er mikill gróður, fjölær blóm, tré og runnar sem hefur verið komið mjög snyrtilega fyrir ásamt lítilli tjörn og safnhaugasvæði. Afar snyrtilegur garður sem hirtur er af natni og verður betri með árunum. Mosateigur 9 Eigendur: Hafsteinn Guðjónsson og Anna M. Helgadóttir Nýlegur, vel hannaður garður sem byggir á hellum og hleðslum. Aðkoman er hrein og snyrtileg. Hæðamunur lóðarinnar er leystur með plöntufláum og hleðslum. Timburverönd bak við húsið er með góðu útsýni. Sunnan við húsið er hellulagt dvalarsvæði, sem þó er aðeins frá húsinu til þess að nýta sólina betur. Einnig má sjá litlar tjarnir og gosbrunna, góða garðlýsingu og töluvert af gróðri. Mjög snyrtileg lóð í alla staði. Ægisgata 18 Eigendur: Árni Ólason og Þóra Angantýsdóttir Yndislegur gamall garður sem þó hefur verið endurnýjaður frá grunni á síðustu 15 árum. Lóðin er lítil, en vel nýtt. Framgarðurinn er eitt plöntuhaf og gefur þar að líta úrval af mjög gróskumiklum og fjölærum plöntum og runnum. Veröndin sunnan við húsið er smekkleg og hlaðin sumarblómum og rósum. Á baklóð eru einnig fjölær beð og nytjagarður þar sem allar plöntur eru afar vöxtulegar og heilbrigðar. Í heildina er þetta afar fallegur garður sem ber natni eigenda fagurt vitni. Mjólkursamsalan ehf. Eigendur: Mjólkursamsalan ehf. Stór og mikil lóð sem hefur ávallt verið snyrtileg, en mikil endurnýjun hefur átt sér stað á síðustu árum. Aðkoman er mjög skemmtileg með hellulögðum bogastíg og skemmtilegri lýsingu. Gróður er í beðum og kerum og skemmtileg listaverk prýða svæðið. Einnig er sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða og mega önnur fyrirtæki taka sér það til fyrirmyndar. Fegursta gata bæjarins: Aðalstræti Hellulagnir og bílastæði við Minjasafnið ásamt lýsingu hafa verið endurnýjuð á síðustu árum og falla vel að gömlu byggðinni. Margir gömlu garðanna eru fallegir auk húsanna sem flest eru í sama stíl. Götumyndin er heillandi allan ársins hring og er Aðalstræti efalaust sú gata sem er mest mynduð af ferðamönnum Akureyrar. Matjurtagarðar Akureyringa Akureyringum bauðst í fyrra að leigja matjurtagarð gegn vægu gjaldi og komust færri að en vildu. Í ár var svæðið stækkað og nú fengu allir umsækjendur garð til ræktunar. Innifalið í leiguverðinu voru forræktaðar matjurtir sem ræktaðar voru í ræktunarstöð bæjarins. Starfsmenn Akureyrarbæjar hafa fylgst náið með umhirðu garðanna hjá leigutökum og ákváðu að veita Helen Teitsson viðurkenningu fyrir vel hirtan matjurtagarð. Hún þótti sýna mikla iðjusemi og vandvirkni og er vel að viðurkenningunni komin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingu-a-deiliskipulagi-akureyrarflugvallar-lokid
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar - Lokið Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Akureyrarflugvöll skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun flugstöðvarbyggingarinnar, nýju flughlaði og breytingu á byggingarreit og lóðamörkum fyrir vöruskemmur. Einnig verða gerðar breytingar á flugbraut og minniháttar stækkun á landfyllingum. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 1. september til 13. október 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur. Akureyrarflugvöllur - greinargerð, tillaga að breyttu skipulagi Akureyrarflugvöllur - deiliskipulagsuppdráttur, tillaga að breyttu skipulagi Akureyrarflugvöllur - deiliskipulagsuppdráttur, gildandi skipulag fyrir breytingu Samhliða þessari auglýsingu er auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 ? 2018. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út miðvikudaginn 13. október 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 1. september 2010 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarminjadagur-evropu-a-sunnudaginn
Menningarminjadagur Evrópu á sunnudaginn Haldið verður upp á Menningarminjadag Evrópu á sunnudaginn og er viðfangsefni dagsins að þessu sinni sjávar- og strandminjar. Af því tilefni mun Sigurður Bergsteinsson minjavörður Norðurlands eystra leiða gesti um hinn forna verslunarstað Gásir við Eyjafjörð kl. 14:00 á nk. sunnudag. Tilgangur Menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrána má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins: fornleifavernd.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gongum-saman
?Göngum saman? Hin árlega styrktarganga Krabbameinsfélagsins, ?Göngum saman?, fer fram á sunnudaginn kl. 11:00 og er markmið göngunnar að styrkja íslenskar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Samtökin veita árlega styrki til íslenskra rannsóknaraðila og í ár er stefnt að því að veita 5 milljóna króna styrk. Á Akureyri verður gengið í Kjarnaskógi, en alls verður gengið á sjö stöðum á landinu, og hefst gangan fyrir ofan aðalleiksvæðið kl. 11:00. Boðið verður upp á þrjár vegalengdir: 2,2 km, 4 km og 6 km. Skráning í gönguna fer fram á heimasíðu samtakanna gongumsaman.is og í Kjarnaskógi á sunnudaginn frá kl. 10:30 til 11:00. Skráningargjaldið er kr. 3000 og rennur óskert til rannsókna á brjóstakrabbameini. Ekkert skráningargjald er fyrir börn og boðið verður upp á hressingu að göngu lokinni. Allir sem vilja leggja góðu málefni lið eru hvattir til að mæta.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-akureyrarflugvollur-lokid
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 -?Akureyrarflugvöllur - Lokið Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 ? 2018, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að flugvallarsvæðið stækki úr 102,8 ha í 162 ha. Gert er ráð fyrir minniháttar stækkun á landfyllingum og breytingu á umferðartengingum við Eyjafjarðarbraut. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 1. september til 13. október 2010 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur. Akureyrarflugvöllur - tillaga að aðalskipulagsbreytingu, uppdráttur Samhliða þessari auglýsingu er auglýst tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Akureyrarflugvöll. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út miðvikudaginn 13. október 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 1. september 2010 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-fjallahjolabraut-i-kjarnaskogi
Ný fjallahjólabraut í Kjarnaskógi Á laugardaginn kl. 10:00 verður ný fjallahjólabraut vígð í Kjarnaskógi. Vinna við lagningu brautarinnar hófst sumarið 2008 með lagningu 3. kílómetra langra brauta sem strax urðu mjög vinsælar. Í kjölfarið var ákveðið að ráðast í frekari framkvæmdir og nú verður opnuð sérhönnuð fjallahjólabraut þar sem hægt er að hjóla 12 kílómetra langan hring. Um er að ræða lengstu sérhönnuðu fjallahjólabraut landsins sem verður án vafa mikil vítamínssprauta fyrir fjallahjólafólk á Íslandi. Á nk. laugardag verður brautin formlega vígð við snyrtihúsið Kjarnakot í Kjarnaskógi kl. 10:00. Í kjölfarið verður boðið upp á leiðsögn um brautirnar og eru áhugasamir hvattir til að mæta með hjól og reiðhjólahjálma. Nánari upplýsingar um fjallahjólabrautina veitir Johan Holst framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga í síma 893 4047.
https://www.akureyri.is/is/frettir/endurkoma-baraflokksins
Endurkoma Baraflokksins Um helgina verður sannkölluð tónlistarveisla í Menningahúsinu Hofi og á Græna hattinum. Í kvöld verður hljómsveitakvöld í Hofi þar sem fram koma Hvanndalsbræður, Helgi og hljóðfæraleikararnir, Heflarnir og síðast en ekki síst Baraflokkurinn, sem nú kemur saman eftir 10 ára hlé. Kynnir verður Rögnvaldur Gáfaði. Á morgun verða svo tónleikar með Baraflokknum á Græna hattinum þar sem hljómsveitin mun spila öll sín bestu lög og með hinu danska Gáman tríói í Hofi. Baraflokkurinn var starfandi á árunum 1980-1985 og naut vinsælda um allt land. Á þeim árum gaf hljómsveitin út þrjár hljómplötur, Baraflokkurinn (1981), Lizt (1982) og Gas (1983). Árið 2000 var svo gefin út safnplatan Zahír. Baraflokkurinn þótti meira tónleikaband en ballhljómsveit og tónlistinni var oftar en ekki líkt við tónlist David Bowie. Tónleikarnir í Hofi hefjast kl. 20:00 en kl. 22:00 á Græna hattinum. Danska Gáman tríóið Meginviðfangsefni Gáman tríósins er að tvinna saman gamla norræna alþýðutónlist og nýjar tónsmíðar. Tríóið hefur leikið víða á Norðurlöndum og vakið athygli fyrir einstaklega fallega og áhugaverða efnisskrá og heillandi hljóðheima. Meðlimir tríósins eru allir þekktir tónlistarmenn í heimalandi sínu Danmörku. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 á laugardaginn í Hofi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sameiginleg-midasala-hofs-og-leikfelags-akureyrar
Sameiginleg miðasala Hofs og Leikfélags Akureyrar Leikfélag Akureyrar og Menningarhúsið Hof hafa ákveðið að reka sameiginlega miðasölu og verður hún staðsett í Hofi. Um er að ræða mikla hagræðingu fyrir þessar menningarstofnanir og stefnt er að því að bjóða fleiri aðilum í menningu og listum að taka þátt. Miðasalan í Hofi er opin alla virka daga kl. 13:00-19:00 og er síminn: 450 1000. Um helgar er opið á sama tíma og þegar viðburðir eru í húsinu. Hægt er að kaupa miða á vefnum á menningarhus.is og leikfelag.is. Netföng miðasölu eru [email protected] og [email protected].
https://www.akureyri.is/is/frettir/utanrikisradherra-indlands-i-heimsokn
Utanríkisráðherra Indlands í heimsókn Utanríkisráðherra Indlands, frú Preneet Kaur, kom ásamt fylgdarliði í opinbera heimsókn til Akureyrar fyrir helgi. Hún kynnti sér starfsemi Háskólans á Akureyri og þá tóku Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri og Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar á móti henni í Ráðhúsinu og kynntu henni samfélagið og áfangastaðinn Akureyri. Í kjölfarið var farið í heimsókn í Menningarhúsið HOF þar sem henni gafst m.a. kostur á að líta við á æfingu Leikfélags Akureyrar á Rocky Horror sem frumsýnt verður um næstu helgi. Frá Akureyri lá leiðin í skoðunarferð um Mývatn og nágrenni. Preneet Kaur utanríkisráðherra Indlands, Eiríkur Björn Björgvinsson, Sivaraman Swaminathan sendiherra Indlands á Íslandi og Girish Hirlekar ræðismaður Indlands á Akureyri. Preneet Kaur utanríkisráðherra og fylgdarlið við Menningarhúsið HOF.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-686-2010-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-breyting-a-deiliskipulagi-fyrir-nordurtanga-5
Nr. 686/2010 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á deiliskipulagi?fyrir ?Norðurtanga 5 Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 29. júlí 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir hafnarsvæði sunnan Glerár. Breytingin felst í að nýtingarhlutfall á lóð nr. 5 við Norðurtanga, hækkar úr 0,35 í 0,50. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 23. ágúst 2010, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 6. september 2010
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-681-2010-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-deiliskipulag-tjaldsvaedisreits-vid-thorunnarstraeti
Nr. 681/2010 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulag tjaldsvæðisreits við Þórunnarstræti. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. ágúst 2010 í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulag fyrir tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti. Deiliskipulagið afmarkast af Byggðavegi, Þingvallastræti, Þórunnarstræti og Hrafnagilsstræti. Skilgreind eru m.a. lóðamörk, byggingarreitir og bílastæði fyrir svæðið. Heimilt verður að bæta einni hæð ofan á austurálmu Þingvallastrætis 23. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 3. september 2010, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála B-deild - Útgáfud.: 3. september 2010
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskir-til-handa-akureyringum
Óskir til handa Akureyringum Á Alþjóðadegi læsis á morgun, miðvikudaginn 8. september, verður opnuð sýning í Gallerí Ráðhús, sem staðsett er í bæjarstjórnarsalnum á 4. hæð í ráðhúsinu á Akureyri. Þá verður almenningi boðið að heimsækja Gallerí Ráðhús frá klukkan 8:15-16:00 og skrifa og/eða teikna óskir sínar til handa Akureyringum fram til ársins 2015. Sýningin mun standa fram til áramóta og að fimm árum liðnum verða óskirnar teknar fram til skoðunar. Unnið verður með eftirfarandi setningar: ? Ég óska þess að Akureyringum hlotnist? ? Ég óska þess að allir á Akureyri? ? Ég óska þess að allir krakkar á Akureyri geti? Klukkan 8:15 í fyrramálið mun Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og fulltrúar frá öllum skólastigum skrifa óskir sínar til handa Akureyringum. Allir eru velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eldri-borgarar-heimsaekja-menningarhusid-hof
Eldri borgarar heimsækja Menningarhúsið Hof Íbúar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð heimsóttu í gær Menningarhúsið Hof. Vel var tekið á móti hópnum sem ekki var af minni gerðinni því gestirnir voru hátt í 140. Við komuna var þeim vísað inn í tónleikasalinn Hamra þar sem Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson spiluðu nokkur vel valin lög. Að tónleikum loknum var boðið upp á kaffi og meðlæti á veitingastaðnum 1862 Nordic Bistro.
https://www.akureyri.is/is/frettir/syning-i-radhusinu-i-tilefni-af-althjodadegi-laesis
Sýning í Ráðhúsinu í tilefni af Alþjóðadegi læsis Alþjóðadagur læsis er í dag og af því tilefni var opnuð sýningin Óskir til handa Akureyringum í Gallerí Ráðhús, sem staðsett er í bæjarstjórnarsalnum á 4. hæð Ráðhússins. Þangað var Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra boðið að koma ásamt fulltrúum frá öllum skólastigum bæjarins og skrifa og/eða teikna óskir sínar til handa Akureyringum fram til ársins 2015. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var mikið líf í bæjarstjórnarsalnum þegar fulltrúar frá leikskólanum Flúðum, VMA, Háskóla Akureyrar og 9. bekk Brekkuskóla komu í morgun kl. 08:15 og skrifuðu óskir sínar. Sýningin mun standa fram til áramóta og að fimm árum liðnum verða óskirnar teknar fram til skoðunar. Á sýningunni er unnið með eftirfarandi setningar: ? Ég óska þess að Akureyringum hlotnist? ? Ég óska þess að allir á Akureyri? ? Ég óska þess að allir krakkar á Akureyri geti? Almenningi er boðið að heimsækja Gallerí Ráðhús og skrifa og/eða teikna óskir sínar til handa Akureyringum þegar ekki er fundur í salnum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/aframhaldandi-samstarf-akureyrarbaejar-og-hjallastefnunnar
Áframhaldandi samstarf Akureyrarbæjar og Hjallastefnunnar Í gær skrifuðu Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, og Margrét Pála Ólafsdóttir, fræðslustjóri Hjallastefnunnar, undir endurnýjaðan samning á milli Akureyrarbæjar og Hjallastefnunnar ehf. Samningurinn tryggir áframhaldandi rekstur Hjallastefnunnar á leikskólanum Hólmasól. Í samningnum er fallið frá 20% vísitölubindingu af rekstrarkostnaði og þar með verður rekstur Hólmasólar í samræmi við breytingar á rekstri leikskóla Akureyrarbæjar. Því sitja nú allir leikskólarnir við sama borð. Mikil ánægja ríkir af hálfu beggja aðila með samninginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/umhirda-loda
Umhirða lóða Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar skorar á lóðarhafa og umráðendur lóða að snyrta gróður þar sem hann nær út fyrir lóðarmörk að götum, gangstéttum og stígum, og veldur óþægindum fyrir gangandi vegfarendur, umferð ökutækja og skyggir á umferðaskilti og götumerkingar, samkvæmt heimild í 68. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998. Í tilkynningu frá forstöðumanni umhverfismála segir að hæð undir gróður við gangstéttar skuli ekki vera minni en 2,25 metrar og við akbraut 4,50 metrar. Snyrtingu gróðurs skal lokið fyrir 1. október nk., en að þeim tíma liðnum verður gróður fjarlægður á kostnað lóðarhafa.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-semur-vid-gamathjonustu-nordurlands-um-sorphirdu-1
Akureyrarbær semur við Gámaþjónustu Norðurlands um sorphirðu Stór skref hafa verið stigin í sorpmálum á Akureyri á síðustu árum. Má þar helst nefna að reist var jarðgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang sem til fellur á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig voru möguleikar á förgun úrgangs svæðisins vandlega skoðaðir og lauk þeirri skoðun með að gerður var samningur við Norðurá bs um urðun úrgangs við Sölvabakka í Húnavatnssýslum. Fyrr á þessu ári voru opnuð tilboð í sorphirðu fyrir Akureyrarkaupstað, en þar var gert ráð fyrir að fara í meiri flokkun úrgangs og skipta úr plastpokum yfir í hefðbundin plastílát fyrir heimilissorp. Mögulegar leiðir voru tvær, þ.e. leið A og leið B. Leið A gerði ráð fyrir að heimilisúrgangur verði flokkaður í 3 ílát, þ.e. óflokkaðan hluta, sem fer til urðunar, lífrænan eldhúshluta, sem fer í jarðgerð og endurvinnanlegan hluta, sem fer í ákveðinn endurvinnsluferil og skapar með því ný verðmæti. Í leið B er hinsvegar gert ráð fyrir 2 ílátum við hvert hús, þ.e. fyrir óflokkaða hlutann og lífræna eldhúshlutann, en íbúarnir fara síðan með endurvinnanlega hlutann á grenndarstöðvar í sínum hverfum, eða á gámavöllinn við Réttarhvamm. Áætlað er að þessar grenndarstöðvar verði 12 og hámarksfjarlægð frá einstaka heimilum um 500 metrar. Báðar aðferðirnar hafa sína kosti og galla en báðar eru þær hugsaðar með það markmið að minnka magn úrgangs til urðunar. Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar hefur ákveðið að fara leið B við sorphirðu í sveitarfélaginu og verður byrjað á Lundarhverfi í þessum mánuði með því að dreifa ílátum og staðsetja þau. Haldinn verður kynningarfundur í Lundaskóla fyrir íbúana um hvernig staðið skuli að flokkun sorps og þeir verða einnig heimsóttir af starfsmönnum Gámaþjónustu Norðurlands. Síðan er reiknað með að byrja á Síðuhverfi um miðjan október og í framhaldinu, Giljahverfi, Brekkan/Miðbær, Brekkan/Innbær, Holt- og Hlíðar, Gerðahverfi, Oddeyrin, og síðast Naustahverfið um miðjan desember ef allt gengur eftir. Eiginleg sorphirða eftir nýja kerfinu byrjar svo í Lundahverfi um miðjan október og því verða tvö kerfi í gangi í hluta bæjarins á þessum tveimur mánuðum. Einnig verða tveir sorphirðubílar í gangi þar til í byrjun desember, en þá mun verða tekinn í notkun fullkominn tveggja hólfa sorphirðubíll, sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um umhverfi sitt og skilji kosti þess að flokka úrgang. Það er því afar áríðandi að íbúar verði jákvæðir gagnvart þeirri lausn sem farið verður í því árangurinn ræðst fyrst og fremst af viðhorfum og vinnu íbúanna á heimilunum. Þar gerast hlutirnir. Öflug kynning, fræðsla og eftirfylgni er einn mikilvægasti þátturinn í þessari breytingu sem vonandi færir okkur fram á þann stað sem við getum verið stolt af til framtíðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/frumsyning-a-rocky-horror
Frumsýning á Rocky Horror Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld kl. 20.00 í Menningarhúsinu Hofi söngleikinn Rocky Horror eftir Richard O?Brien. Uppselt er á sýninguna enda hefur forsala aðgöngumiða gengið mjög vel og eru fáir miðar eftir á sýningarnar í september, en stefnt er að því að bæta við sýningum. Leikstjóri Rocky Horror er Jón Gunnar Þórðarson og skartar sýningin mörgum af okkar bestu leikurum og söngvurum. Magnús Jónsson leikur Frank N Furter, Eyþór Ingi Gunnlaugsson leikur Riff Raff, Bryndís Ásmundsdóttir leikur Magentu og Andrea Gylfadóttir leikur Columbiu, en Andrea er jafnframt tónlistarstjóri sýningarinnar. Aðrir leikarar eru Jana María Guðmundsdóttir, Atli Þór Albertsson, Matthías Matthíasson, Guðmundur Ólafsson og Hjalti Rúnar Jónsson. Auk þeirra koma fram Rocky Horror kórinn og Rocky Horror hljómsveitin, en hana skipa Árni Heiðar Karlsson, Hallgrímur J. Ingvarsson, Halldór G. Hauksson og Stefán Daði Ingólfsson. 15 ár eru síðan söngleikurinn Rocky Horror var síðast sýndur á Íslandi, en það var í Loftkastalanum árið 1995. Fyrsta uppfærslan var í Menntaskólanum við Hamrahlíð, þar sem Páll Óskar Hjálmtýsson lék aðalhlutverkið Frank N Furter og á sú sýning á 20 ára afmæli snemma á næsta ári. Næstu sýningar Rocky Horror eru 17., 18. og 19. september.
https://www.akureyri.is/is/frettir/einu-sinni-var
Einu sinni var Stórtónleikar verða í Menningarhúsinu Hofi annað kvöld kl. 20:00 þar sem Gunnar Þórðarson og einvala lið tónlistarfólks flytja lög af Vísnaplötunum Einu sinni var og Út um græna. Plöturnar gerði Gunnar í samvinnu við Björgvin Halldórsson og Tómas Tómasson seint á áttunda áratugnum og seldust þær þá í áður óþekktu upplagi. Í hljómsveit Gunnars eru Sigurgeir Sigmundsson, gítar og pedal steel gítar, Jóhann Ásmundsson, bassi, Brynjólfur Snorrason, trommur, Ingvar Alfreðsson, hljómborð, Hjörleifur Örn Jónsson, slagverk. Söngvarar eru Edgar Smári Atlason, Eyþór Ingi Gunnarsson, Kristján Gíslason og Stefanía Svarsdóttir. Einnig koma fram blásara- og strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og stúlknakór undir stjórn Ármanns Einarssonar. Hægt er að kaupa miða í miðasölu Hofs, á menningahus.is og á midi.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jafnrettisstofa-10-ara
Jafnréttisstofa 10 ára Jafnréttisstofa verður 10 ára þann 15. september og af því tilefni var efnt til afmælisráðstefnu í dag í Ketilhúsinu. Ráðstefnan var haldin í tengslum við árlegan landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem er á Akureyri dagana 10.-11. september. Fjöldi fólks var í Ketilhúsinu enda dagskráin glæsileg sem samanstóð af stuttum ávörpum, lengri erindum og tónlist í flutningi Kristjönu Arngrímsdóttur og Kristjáns Hjartarsonar. Ráðstefnustjóri var Sigmundur Ernir Rúnarsson, en stjórnandi Andrea Hjálmsdóttir.